Sigurður Jónsson (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. apríl 2014 kl. 22:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. apríl 2014 kl. 22:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurður Jónsson (Löndum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Jónsson verkamaður á Eystri-Löndum, fæddist 29. október 1859 og lést 10. ágúst 1932.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson sjómaður og bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1816, d. 26. febrúar 1869, og kona hans Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1815, d. 24. nóvember 1890.
Faðir Sigurðar lést er hann var 10 ára. Hann var 11 ára niðursetningur á Vilborgarstöðum 1870.
Við manntal 1890 var hann búandi á Eystri-Löndum með Ástríði konu sinni, Kristni syni þeirra á 1. ári og móður sinni Sigríði Eiríksdóttur 78 ára.
1901 var hann á Eystri-Löndum með Ástríði, Kristni syni sínum 11 ára, Kristni Ástgeirssyni 7 ára „skyldur konunni“. Leigjandi var Friðrik Svipmundsson og vinnuhjú var Þórdís Ólafsdóttir, síðar í Skuld.
Við manntal 1910 bjó Sigurður enn á Eystri-Löndum með Ástriði, Kristni syni sínum, Kristni Ástgeirssyni vinnumanni og Ragnheiði Árnadóttur af Skaganum vinnukonu.
1920 var Kristinn sonur hans tekinn við búi með konu og 2 börn, Ástu Jóhönnu og Sigurð Ingva. Sigurður var ekkill í heimilinu. Þar var einnig Elín systir Sigurðar.
Sigurður lést 10. ágúst 1932 .

Kona Sigurðar á Eystri-Löndum, (1888), var Ástríður Einarsdóttir húsfreyja frá Steinsstöðum, f. 10. október 1857, d. 20. júlí 1919.
Barn þeirra var
Kristinn Sigurðsson verkamaður á Eystri-Löndum, f. 21. apríl 1890, d. 4. mars 1966.


Heimildir