Ólafía Bjarnadóttir (Ólafshúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. maí 2014 kl. 20:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. maí 2014 kl. 20:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafía Bjarnadóttir (Ólafshúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ólafía Bjarnadóttir húsfreyja í Ólafshúsum fæddist 3. desember 1909 og lést 1. júní 1994.
Foreldrar hennar voru Bjarni Björnsson bóndi í Túni, f. 23. nóvember 1869, d. 24. desember 1914 og kona hans Sigurlín Jónsdóttir, f. 20. júní 1882, d. 8. september 1935.

Maður Ólafíu í Ólafshúsum var Erlendur Oddgeir Jónsson bóndi og sjómaður í Ólafshúsum, f. 9. október 1908, d. 23. febrúar 1984.

Barn Ólafíu og Erlendar:
Bjarney Sigurlín húsfreyja, fædd 20. febrúar 1932, gift Gísla Grímssyni frá Haukabergi, f. 16. janúar 1931.
Fósturbarn þeirra Erlendar var Viktor Þór Úraníusson trésmíðameistari, f. 27. janúar 1942.
Barngæði þeirra hjóna voru mikil, og áttu mörg börn skjól á heimili þeirra.


Heimildir