Vilborg Guðmundsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. apríl 2014 kl. 15:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. apríl 2014 kl. 15:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, síðar húsfreyja í Dölum, fæddist 12. september 1823 í Norðurgarði og lést 6. maí 1903 á Miðhúsum.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Eyjólfsson bóndi í Norðurgarði, f. 17. október 1790, d. 18. ágúst 1846, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1798, d. 19. september 1873.

Systkinin í Norðurgarði, börn Guðmundar og Guðrúnar, voru:
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 23. júní 1822, d. 29. júní 1822 úr „sinadráttarsjúkdómi“, þ. e. stífkrampi, ginklofi.
2. Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, síðar í Dölum, f. 1823, d. 6. maí 1903.
3. Sveinn Guðmundsson, f. 4. apríl 1826, d. 7. apríl 1826 úr ginklofa.
4. Eyjólfur Guðmundsson, f. 24. ágúst 1827, d. 31. ágúst 1827 úr ginklofa.
5. Jórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 4. desember 1828, d. 14. febrúar 1879.
6. Jón Guðmundsson vinnumaður, húsmaður í Hólshúsi, f. 18. júlí 1830, d. 4. ágúst 1858.
7. Ingvar Guðmundsson, f. 3. júlí 1832, d. 11. júlí 1832 úr ginklofa.
8. Ingvar Guðmundsson, f. 8. september 1834, d. 22. september 1834 úr ginklofa.
9. Margrét Guðmundsdóttir, f. 7. apríl 1836, d. 16. apríl 1836 úr ginklofa.
10. Guðmundur Guðmundsson, f. 8. október 1840 í Norðurgarði, d. 15. október 1840 úr ginklofa.

Vilborg var 11 ára með foreldrum sínum í Norðurgarði 1835 og þar voru systkini hennar Jórunn 6 ára og Jón 5 ára. Hún var þar 1840, sögð 20 ára.
Hún var gift kona Péturs Magnússonar húsmanns í Norðurgarði 1845, og þar var barn þeirra Elín eins árs. 1850 voru þau þar með Elínu 6 ára.
1855 var hún gift húsfreyja í Norðurgarði, kona Guðna Guðnasonar húsmanns, í Dölum 1860 með Guðna bónda og barninu Guðnýju 5 ára, í Dölum 1870 með Guðna og börnunum Guðnýju 13 ára og Jónínu 7 ára. Þar var einnig Elín Pétursdóttir, dóttir hennar, 25 ára ógift með tvö börn sín, Pétur 3 ára og Þórdísi á fyrsta ári, Ögmundarbörn.
Vilborg var 57 ára ekkja og vinnukona í Stakkagerði 1880 og enn 1890, 67 ára. 1901 var hún ekkja á Miðhúsum hjá Margréti Brynjólfsdóttur frænku sinni og Hannesi Jónssyni.
Vilborg ól 12 börn, en aðeins 3 þeirra komust upp. Hin börnin fæddust andvana eða dóu úr ginklofa í frumbernsku.

I. Barnsfaðir Vilborgar var Jón Jónsson vinnumaður í Norðurgarði, f. 1820.
1. Andvana fætt barn 17. október 1840.

Vilborg var tvígift.
II. Fyrri maður hennar, (4. júlí 1845), var Pétur Magnússon bóndi í Norðurgarði, f. 29. ágúst 1820 í Bakkakoti á Rangárvöllum, drukknaði við Landeyjasand 1. október 1850.
Börn þeirra hér var:
2. Elín Pétursdóttir, f. 10. september 1845, d. 24. janúar 1926.
3. Guðrún Pétursdóttir, f. 8. desember 1846, d. 15. desember 1846 „Trismus sive ginklofi“, þ.e. krampi eða ginklofi.
4. Margrét Pétursdóttir, f. 22. maí 1848. d. 10. júní 1848 „af Barnaveikin“.
5. Andvana stúlka, f. 4. ágúst 1849.
6. Ragnhildur Pétursdóttir, f. 28. apríl 1851 að föður sínum látnum, d. 11. nóvember 1851 „af Barnaveikleika“.

III. Síðari maður Vilborgar, (20. nóvember 1851), var Guðni Guðnason bóndi í Norðurgarði og Dölum, f. 24. apríl 1828 í Reynisholti í Mýrdal, d. 27. mars 1875 í Dölum.
Börn þeirra hér voru:
7. Ragnhildur Guðnadóttir, f. 21. október 1852, d. 22. apríl 1853 úr „Barnaveiki“. 8. Andvana stúlka, f. 21. maí 1854.
9. Bjarni Guðnason, f. 10. júní 1855, d. 16. júní 1855 „af Barnaveiki“.
10. Guðný Guðnadóttir, f. 16. október 1856, d. 8. nóvember 1931.
11. Þorbjörg Guðnadóttir, f. 16. ágúst 1858, d. 23. ágúst 1858 úr ginklofa.
12. Jónína Guðnadóttir, síðar í Haga, f. 14. maí 1863, d. 18. júní 1930.


Heimildir