Jón Bergur Jónsson (eldri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. október 2012 kl. 16:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. október 2012 kl. 16:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Jónsson


Jón Bergur eldri

Jón Bergur Jónsson eldri frá Ólafshúsum fæddist 10. ágúst 1864 að Hörgslandi á Síðu, V-Skaft. og lést 16. apríl 1952.
Hann fluttist til Eyja 1893, var sjómaður og útvegsbóndi.
Jón Bergur var tvígiftur.
Fyrri kona hans (15. nóvember 1895) var Elín Sigurðardóttir, f. 5. desember 1865 á Búðarhóls-Austurhjáleigu í A-Landeyjum, d. 26.febrúar 1906, aðeins fertug að aldri.
Börn þeirra voru:
1. Sigurlín, f. 1896, d. 1923. Hún var 2. kona kona Ólafs Ingileifssonar.
2. Jón Bergur yngri, f. 1900.
3. Guðfinna Jónsdóttir, f. 1902, d. 24. febrúar 1994. Hún var 3. kona Ólafs Ingileifssonar.
4. Guðni á Vegamótum, f. 1903, d. 9. febrúar 1944.
Seinni kona Jóns Bergs var Jórunn Erlendsdóttir, f. 13. júní 1876, d. 1964. Þau eignuðust soninn Erlend, f. 9. október 1908, d. 23. febrúar 1984, og dótturina Elínu, f. 6. ágúst 1910, d. 6. mars 1993.