Elís Sæmundsson
Elís Sæmundsson fæddist 6. mars 1860 og lést 28. desember 1916. Hann var sonur Sæmundar Guðmundssonar vinnumanns á Ofanleiti hjá séra Brynjólfi Jónssyni, en hann var síðar bóndi á Vilborgarstöðum og lést þar 1890. Móðir Elíasar var Guðbjörg Árnadóttir, f. 23. sept. 1835, d. 1. nóv. 1928.
Elías var þurrabúðarmaður og trésmiður.
Elías byggði húsin Björgvin og Bergsstaði.
Heimildir
- Blik.
- gardur.is
- Íslendingabók