Grænahlíð 2

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. október 2010 kl. 10:34 eftir Inga (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. október 2010 kl. 10:34 eftir Inga (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Grænahlíð 2
Grænahlíð 2
Miðey, Ásgarður og Grænahlíð 2
Grænahlíð 2,3 og 4

Hús Hjálmars Þorleifssonar og Kristínar Björnsdóttur frá Bólstaðarhlíð. Lóðarleigusamningur var undirritaður 7. júlí 1956, og viðbótarleigu-samningur var samþykktur í bæjarstjórn 19. júlí 1963 og undirritaður 25. júní 1964. Þau Stína og Hjalli byrjuðu að byggja á Bólstaðarhlíðartúninu 1955. Fluttu inn árið 1959. Börnin voru tvö, Hjálmfríður Ingibjörg og Ólafur. Inga fædd 2. apríl 1955 og Óli 6. febrúar 1957. Börnin Þorleifur og Soffía Birna bættust síðar í hópinn. Hann fæddur 27. desember 1961 og hún 10. desember 1966. Áður en fjölskyldan fluttist inn var húsið leigt vertíðarfólki eina vetrarvertíð. Það var nokkuð algengt á þesum árum að heilu nýbyggðu íbúðarhúsin voru leigð vertíðarfólki. Þá voru þau tilbúin undir tréverk. Húsið fór undir hraun í gosinu 1973


Heimildir