Grænahlíð 20

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Grunnmynd

Hús Sigurðar Guðmundssonar frá Eiðum og Kristínar Önnu Karlsdóttur. Lóðarleigusamningur var samþykktur í bæjarstjórn 17. nóvember 1959 og undirritaður 30. júlí 1964. Þau Siggi og Stína byrjuðu að byggja í Heiðartúninu um mitt sumar 1960. Fluttu inn í október 1964 með dótturina Sigríði fædda 30. ágúst 1960. Guðmundur Eyjólfsson frá Eiðum, faðir Sigurðar, flutti með þeim. Dæturnar, tvíburarnir Anna Kristín og Árný, fæddust 19. ágúst 1965 og bættust þá í hópinn.

Húsið fór undir hraun í gosinu 1973.


Heimildir