Heima
Þjóðhátíðarlag | ||
1950 | 1951 | 1953 |
Þjóðhátíðarlagið Heima þekkja ef til vill einhverjir úr sjónvarpsþáttunum Sigla himinfley sem sýndir voru í Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum og fjölluðu um mannlífið í Eyjum. Af mörgum er Heima, þeirra Oddgeirs og Ása, eitt af fegurri lögum sem samin hafa verið um Vestmannaeyjar.
- Hún rís úr sumarsænum
- í silkimjúkum blænum
- með fjöll í feldi grænum,
- mín fagra Heimaey.
- Við lífsins fögnuð fundum
- á fyrstu bernskustundum,
- er sólin hló á sundum
- og sigldu himinfley.
- Hér réri hann afi á árabát
- og undi sér best á sjó,
- en amma hafði á öldunni gát
- og aflann úr fjörunni dró.
- Er vindur lék í voðum
- og vængir lyftu gnoðum,
- þeir þutu beint hjá boðum
- á blíðvinafund.
- Og enn þeir fiskinn fanga
- við Flúðir, Svið og Dranga,
- þótt stormur strjúki vanga,
- það stælir karlmanns lund.
- Og allt var skini skartað
- og skjól við móðurhjartað,
- hér leiðmín bernskan bjarta
- við bjargfuglaklið.
- Er vorið lagði að landi,
- var líf í fjörusandi,
- þá ríkti unaðsandi
- í ætt við bárunið.
- Þegar í fjarskann mig báturinn ber
- og boðinn úr djúpi rís.
- Eyjan mín kæra, ég óska hjá þér
- að eigi ég faðmlögin vís.
- Þótt löngum beri af leiðum
- á lífsins vegi breiðum,
- Þá finnst á fornum eiðum
- margt falið hjartamein.
- En okkar æskufuna
- við ættum þó að muna
- á meðan öldur una
- í ást við fjörustein.
- Lag: Oddgeir Kristjánsson
- Texti: Ási í Bæ