Blik 1961/Jón Stefánsson í Úthlíð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2010 kl. 15:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2010 kl. 15:01 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1961




Jón Stefánsson í Úthlíð



Jón Stefánsson, Úthlíð.
V/b Haffari fórst 9. apríl 1916 á heimleið úr fiskiróðri. Síðari hluta dagsins gekk í ofsaveður af austri. Þegar báturinn nálgaðist austanverða Heimaey, stöðvaðist vélin.
Bátinn rak að landi við Flúðartanga. Þar fórst hann.
Þessir menn drukknuðu: Jón Stefánsson, skipstjóri, Gunnar Sigurfinnsson, vélstjóri, og Guðlaugur Jónsson, háseti. Þessir björguðust upp í stórgrýtið gegnum brim og boðaföll: Tómas Þórðarson, bóndi í Vallartúni, og Þórarinn Brynjólfsson úr Keflavík.

Þegar skipshöfn bátsins sá að hverju dró, tóku sumir að ókyrrast og jafnvel æðrast. Þá sagði hetjan Jón Stefánsson skipstjóri: ,, Verið þið rólegir, piltar mínir, það er búið með okkur hvort eð er.“ Um leið og skipstjórinn sagði þessi orð, tók hann í nefið með hinni mestu sálarró, eins og ekkert væri.