Blik 1965/Nokkur kvæði og stökur
- Nokkur kvæði
- og stökur
- Nokkur kvæði
Hér birtir Blik nokkur kvæði og stökur eftir Einar Sigurfinnsson, Kirkjuvegi 29, hinn áttræða öldung.
- EYJAN UNGA (Surtsey)
- „Eyjan stendur upp úr sjó“
- öskumekki hulin;
- af sér bræðir allan snjó,
- um hana flæðir kuldinn þó;
- undir kyndir ægikraftur dulinn.
- „Eyjan stendur upp úr sjó“
- Lýði þessa litlu ey
- langar mjög að skoða;
- lagar bæði og loftsins fley
- lögðust fast að sævar mey
- laugaðri einatt loftsins aftanroða.
- Lýði þessa litlu ey
- Fræðingarnir fóru á kreik
- með fræðaglensi' óklökku;
- ekki hræddust eld né reyk;
- ásta- vildu fremja -leik
- ósnortna við ægis meyna dökku.
- Fræðingarnir fóru á kreik
- Frakkinn alltaf fljótur til
- fána sinn þar reisti;
- ei hann vissi á því skil,
- — annar varð þó fyrri til:
- svartbakurinn sjafnarhaftið leysti.
- Frakkinn alltaf fljótur til
- Nafnanefnd um torg og tún
- tók að nafni leita.
- „Svört er hún á brá og brún,
- borin Surti víst er hún,
- Surtla eða Surtsey má því heita.“
- Nafnanefnd um torg og tún
- Svarar Eyja ötult lið,
- — öldu vant er kliði —:
- „Þessa eyju eigum við,
- um annað hugsa skuluð þið —
- eyjan er á okkar fiskimiði.“
- Svarar Eyja ötult lið,
- Vel er mannað fagurt fley,
- fánum prýtt og skjöldum.
- Eldskírn vígð er ægismey:
- „Þú átt að heita Vesturey,“
- er skíru letri skráð á gullnum spjöldum.
- Vel er mannað fagurt fley,
- Enn í vexti eyjan er,
- undir brenna glóðir;
- reykur hátt við himin ber.
- Herra Guð! Þig biðjum vér:
- Verndaðu lýð um land og sævar slóðir.
- (Veturinn 1964).
- Enn í vexti eyjan er,
- ÁTTRÆÐUR SÆGARPUR
- (Sent í skeyti Þorsteini Jónssyni Laufási á áttræðisafmæli hans).
- Um löginn víða leiðir kunnar
- lagðir á djúpið vítt.
- Ástarleitnar dætur unnar
- armlög þér buðu títt. —
- Góðvina hlýir hugir
- heiðurs þér fletta krans.
- Annsamir áratugir
- eru djásn heiðursmanns.
- Um löginn víða leiðir kunnar
- Til Árna símritara á sextugsafmæli hans.
- Þú hefur langa þraukað vakt,
- þú hefur margt til gamans sagt;
- þakkir flyt og heilla bið,
- Heill! með sextugsafmælið.
- Þú hefur langa þraukað vakt,
- Til Einars læknis Guttormssonar á sextugsafmæli hans.
- Gæfu og dáða vafinn viðjum
- verði ferill þinn;
- heilhuga þér heilla biðjum,
- heillavinurinn.
- Oft þín græddi meinin manna
- mund og hugsun skýr;
- traust þú átt hjá sveini og svanna,
- sæmdardrengur hlýr.
- Gæfu og dáða vafinn viðjum
- E. S. kvað á áttræðisafmæli sínu þetta kvæði, sem ber skýran vott um göfuga og heilbrigða hugsun hins margreynda öðlings.
- Nú má lítinn byrja brag,
- brautir farnar skoða.
- Liðið er á lífsins dag;
- lengst af gekk mér flest í hag;
- ljúf er stund við ljósan aftanroða.
- Nú má lítinn byrja brag,
- Áttatíu æviár
- eru framhjá runnin
- við sælubros og sorgartár;
- samt er Drottins líknin klár
- alls staðar í æviþráðinn spunnin.
- Áttatíu æviár
- Nú af sjónar hárri hæð
- horfa má til baka.
- Mörg var elfan illa væð
- einatt hríðin dimm og skæð;
- ísinn veikur opinna milli vaka.
- Nú af sjónar hárri hæð
- Grýttar leiðir ganga hlaut,
- gjarnan klungur troða.
- Alltaf lagðist líkn með þraut,
- leiðsagnar og hjálpar naut
- og lífið fékk í ljósi nýju að skoða.
- Grýttar leiðir ganga hlaut,
- Oft var líka gatan greið,
- og gleði hreinnar notið;
- ævidagsins lýsti leið
- lukkusólin björt og heið;
- gæfulán í góðum mæli hlotið.
- Oft var líka gatan greið,
- Leiðist mér hve lítið er
- og léleg ævistörfin;
- þótt vilja hefði' í huga mér,
- harla lítinn ávöxt sér,
- en víða er augljós verka dyggra þörfin.
- Leiðist mér hve lítið er
- Ótalmargt ég þakka þarf,
- er þráði um liðna daga;
- æskuleik og ævistarf,
- allt það, sem mér gafst í arf;
- ástin Guðs kann öllu vel að haga.
- Ótalmargt ég þakka þarf,
- Góðkunningja minnast má
- margra og vina kærra;
- þessum vil ég þakkir tjá
- þekkra stunda er naut þeim hjá;
- þakkarefnið eitt er öðru stærra.
- Góðkunningja minnast má
- Ástvini, sem Guð mér gaf
- til gleði um ævi mína.
- Þakka ég heilum huga af;
- herrann gaf mér traustan staf;
- á leiðum öllum ljós hans náði skína.
- Ástvini, sem Guð mér gaf
- Nú er bráðum lokið leið
- til landsins dýrðar bjarta.
- Ljómar bak við dapran deyð
- Drottins náðar sólin heið;
- lofi Drottinn hugur, tunga og hjarta.
- Nú er bráðum lokið leið
- STÖKUR
- Mörg er lífsins mæðuraun,
- mörg er erfið glíma.
- Margur dregst með dreyrug kaun
- dagsins flesta tíma.
- Mörg er lífsins mæðuraun,
- ----
- Færin skána, eyðist önn,
- óðum grána rindar.
- Snærinn hlánar, fækkar fönn,
- fjalla blána tindar.
- Færin skána, eyðist önn,
- ----
- Húmið styttist, himinbrá
- hækkar og fagurt letrar;
- sigrar ljósið, sígur á
- seinni helming vetrar.
- Húmið styttist, himinbrá
- ----
- Enginn maður af því veit,
- hvað annars býr í hugarreit.
- Margur þögull þrautir ber
- og þunga byrði, er enginn sér.
- Enginn maður af því veit,
- ----
- Haust og sumar, vetur, vor
- á vegamerkin benda;
- sérhvert áfram stigið spor
- stefnir á leiðarenda.
- Haust og sumar, vetur, vor
- VORIÐ
- Hækkar sól og foldin fljótt
- fögrum skrúða klæðist;
- eftir vetrar napra nótt
- að nýju lífið glæðist.
- Hækkar sól og foldin fljótt
- Vor af dvala vekur flest,
- vonir glæðir nýjar.
- Vor til starfa stælir bezt
- og styrkir kenndir hlýjar.
- Vor af dvala vekur flest,
- Vor þó gleðja vilji allt,
- verma og kaunin græða;
- samt er víða virðum kalt,
- voðasárin blæða.
- Vor þó gleðja vilji allt,
- Ennþá vetrar villurögn
- völdum sýnast halda;
- kælir andans æðri mögn
- efnishyggjan kalda.
- Ennþá vetrar villurögn
- Ljóssins Guð, er lætur sól
- lífga allt og græða,
- magnaðu geislum mannlífsból,
- er megi sorann bræða.
- Ljóssins Guð, er lætur sól
- UNDUR LÍFSINS
- Margt er þar og margt er hér;
- margt af stefnu hrekur;
- margt fyrir auga og eyra ber
- sem undrun hugans vekur.
- Margt er þar og margt er hér;
- Ég undrast mína ævibraut,
- auðn og blómagrundir
- samtvinnaða sælu og þraut, —
- sorg og gleðistundir.
- Ég undrast mína ævibraut,
- Ég undrast fjall og fossahreim,
- feiknadjúpið bláa,
- hnattamergð í háum geim
- og hagablómið smáa.
- Ég undrast fjall og fossahreim,
- Ég undrast þungan elfarstraum,
- Ægisbáru kvika,
- bratta hamra, flúðaflaum,
- fold, er daggir blika.
- Ég undrast þungan elfarstraum,
- Ég undrast stormsins ægimögn,
- ógn er mörgum færir,
- eldfjallanna reginrögn,
- er risabjörgin hrærir.
- Ég undrast stormsins ægimögn,
- Ég undrast fiska á lagarleið,
- er leika í straumi tærum;
- fuglakvik um háloft heið
- með hreimi undraskærum.
- Ég undrast fiska á lagarleið,
- Ég undrast klaka harðan hjúp,
- er hylur jörð um vetur;
- sem bratta fossa, fjall og djúp
- fært í dróma getur.
- Ég undrast klaka harðan hjúp,
- Ég undrast hversu vorsól væn
- vekur allt af dvala;
- skrúða blóma skikkjan græn
- skreytir grund og bala.
- Ég undrast hversu vorsól væn
- Undra margir elta hjóm,
- aukast vöru svikin;
- oft er stundin auð og tóm
- eftir nautnablikin.
- Undra margir elta hjóm,
- Undramargir safna seim,
- sjá ei annað betra.
- Þeir ætla að lifa hér í heim
- hundrað tugi vetra.
- Undramargir safna seim,
- Birtast mundi betri tíð
- og batna heimsins gengi,
- ef andi Krists og boðorð blíð
- betri hljómgrunn fengi.
- Birtast mundi betri tíð