Guðmundur Högnason (prestur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júlí 2006 kl. 14:56 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2006 kl. 14:56 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Högnason var prestur að Kirkjubæ frá 1742 til 1792. Foreldrar hans voru séra Högni Bjarnason og Ragnheiður.

Guðmundur varð stúdent frá Skálholtsskóla. Hann fékk prestavígslu árið 1737 og gerðist aðstoðarprestur séra Þorsteins Oddssonar í Holti undir Eyjafjöllum. Fékk amtmannsveitingu fyrir Kirkjubæ 1742 og gengdi því embætti til 1792. Andaðist þremur árum síðar eða í ársbyrjun 1795.

Séra Guðmundur var talinn vel að sér og skarpvitur og merkur prestur, en mjög fátækur jafnan enda enginn búsýslumaður. Kona hans var Guðrún Hallsdóttir og áttu þau 5 börn.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.