Blik 1978/ Ráðhús Vestmannaeyja
Ráðhús Vestmannaeyjakaupstaðar
Ráðhús Vestmannaeyjakaupstaðar, sem var sjúkrahús Eyjabúa á árunum 1927—1973.
Þetta sjúkrahús lét Gísli J. Johnsen byggja í kaupstaðnum á árunum 1926 og 1927
og afhenti það bæjarbúum til fullra nota síðari hluta ársins 1927.
Það var byggt á túni Eystra-Stakkagerðisjarðarinnar. Vestan við það var síðan
Safnahúsi kaupstaðarins valinn staður. Það stendur á túni gömlu
Vestra-Stakkagerðisjarðarinnar.
Litið er til norðurs og Stóra-Klif sést til vinstri á myndinni.