Blik 1978/ Ráðhús Vestmannaeyja

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. desember 2009 kl. 22:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. desember 2009 kl. 22:50 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1978



Ráðhús Vestmannaeyjakaupstaðar


ctr

Ráðhús Vestmannaeyjakaupstaðar, sem var sjúkrahús Eyjabúa á árunum 1927—1973.
Þetta sjúkrahús lét Gísli J. Johnsen byggja í kaupstaðnum á árunum 1926 og 1927
og afhenti það bæjarbúum til fullra nota síðari hluta ársins 1927.
Það var byggt á túni Eystra-Stakkagerðisjarðarinnar. Vestan við það var síðan
Safnahúsi kaupstaðarins valinn staður. Það stendur á túni gömlu
Vestra-Stakkagerðisjarðarinnar.
Litið er til norðurs og Stóra-Klif sést til vinstri á myndinni.



Leiðrétting frá árgangi 1976.
Þessi mynd af tveim bæjarhúsum á Kirkjubæjum í Eyjum birtist í Bliki 1976, bls. 175.
Þar hefur okkur orðið það á að skýra skakkt frá nöfnum húsa á myndinni. Kirkjuból er húsið til hægri, en íbúðarhús hjónanna frú Helgu Þorsteinsdóttur og Þorbjarnar bónda Guðjónssonar er til vinstri á myndinni. Þetta var það bæjarhús, er þau keyptu, þegar þau gerðust bóndahjón á Kirkjubæjum árið 1919. Síðar byggðu þau sér stórt íbúðarhús úr steisteypu á leigujörð sinni. Það hús hvarf undir hraun í janúar 1973 eins og öll önnur hús á Kirkjubæjum.