Blátindur
Einnig er til samnefnt hús sem heitir eftir fjallinu sem lýst er í þessari grein. Sjá Blátindur.
Blátindur er næsthæsti tindur Vestmannaeyja, á eftir Heimakletti. Hann stendur í 260 metra hæð yfir sjávarmáli ofan á Dalfjalli, og gnæfir því yfir Herjólfsdal, með tvær stórar gjótur hvorum megin við sig — Stafsnesið að norðan og Kaplagjótu að sunnan. Á toppi tindsins er fánastöng, en þaðan er strengt skraut á Þjóðhátíð þvert yfir dalinn yfir á Molda. Fánastöngin hrundi í suðurlandsskjálftunum árið 2000, en hefur verið endurreist síðan.