Jarþrúður P. Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júlí 2011 kl. 01:21 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júlí 2011 kl. 01:21 eftir Frosti (spjall | framlög) (setti inn stærri útgáfu af mynd)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jarþrúður Johnsen.

Jarþrúður Pétursdóttir Johnsen fæddist 3. júní 1890 í Fnjóskadal og lést 9. október 1969. Hún var dóttir séra Péturs Jónssonar og Helgu Skúladóttur á Hálsi í Fnjóskadal. Jarþrúður var kona Sigfúsar Maríusar Johnsen.

Jarþrúður gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og stundaði síðan tungumálanám. Á yngri árum þótti hún hafa fagra söngrödd og lærði hún meðal annars hjá frægum söngkennara í Kaupmannahöfn. Eitt sinn héldu þær saman tónleika í Vestmannaeyjum, Jarþrúður og Anna Pálsdóttir píanóleikari, kona Sigurðar Sigurðssonar lyfsala í Eyjum. Hún starfaði mikið að félagsmálum í Vestmannaeyjum og fyrir þau störf gat hún sér góðan orðstýr.

Jarþrúður var einnig hagmælt og gáfuð. Heimili þeirra hjóna bar vott um snyrtimennsku og reglusemi. (Sjá ljóð hennar Í húminu í Bliki 1969).

Sigfús og Jarþrúður eignuðust ekki börn saman en áður átti Sigfús einn son.


Heimildir