Oddsstaðabraut

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. nóvember 2005 kl. 11:24 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. nóvember 2005 kl. 11:24 eftir Sigurgeir (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Oddstaðabraut var gata sem lá frá Kirkjubæjarbraut og að Oddstöðum en fór undir hraun á fyrstu dögum í gosinu 1973. Við Oddstaðabraut var meirihluti íbúanna fólk sem átti ættir að rekja í austurbæinn, eða „girðinguna“ eins og bæirnir austan til á Heimaey voru jafnan nefndir. Húsin við Oddstaðabraut voru öll byggð á árunum 1960 til 1972 og var byggingu sumra þeirra ekki lokið þegar gaus. Sumir íbúanna sneru aftur til Eyja en margir settust að uppi á landi. Þessi hús voru við Oddstaðabraut:


Hús Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar frá Bessastöðum og Aniku Ragnarsdóttur.

Hús Ingólfs Guðjónssonar, frá Oddsstöðum. Ingólfur bjó þar ásamt móður sinni, Guðrúnu Grímsdóttur.

Hús Guðjóns Péturssonar frá Kirkjubæ og Dagfríðar Finnsdóttur.

Hús Runólfs Alfreðssonar og Maríu Gunarsdóttur frá Kirkjubæ.

Hús Sigurðar Sigurðssonar (Didda) frá Svanhól og Margrétar Sigurðardóttur.

Hús Gylfa Sigurjónssonar og Lilju Þorsteinsdóttur.

Hús Sigurgeirs Björgvinssonar (Siffa múrara) og Jónu Pétursdóttur frá Kirkjubæ.

Hús Steinars Jóhannssonar, sonar Jóhanns Pálssonar og Óskar Guðjónsdóttur frá Oddsstöðum.


Heimildir

  • Guðjón Ármann Eyjólfsson: Vestmannaeyjar - byggð og eldgos, Reykjavík 1973.