Blik 1969/Lausavísur
Hlustað á stiórnmálaumræður
- Ennþá get ég áheyrn veitt
- endalausri dellu.
- Oft mig hefur aðeins þreytt
- andríkið frá Hellu.
Á þorrablóti Austfirðinga
Br. E. til H. St.:
- Hér er vísa um stýrimann, sem stóð
- í stöðu sinni eftir beztu getu.
H. St.:
- Hafsteinn í sig hangikjötið tróð,
- heillaður af Báru, Villu og Betu.
(Þær gengu til beina á þorrablótum).
Meðan sjómannaverkfallið stóð yfir á s.l. vetri, sendi einn af hagyrðingum bæjarins Bliki þessa vísu:
- Dimmt er í álinn, dökk eru skýin,
- dauft er fólkið á götunum hér.
- Peningalánin leið eru' og lýgin, -
- ljótt er það maður, og bví er nú verr.
Rithöfundur gisti Eyjar og þóttist var við vofur í svefnherberginu. Um þær skrifaði hann í bók með efni úr Eyjum.
Síðar gisti E. S. í sama herberginu. Þegar hann hvarf úr Eyjum, kvað hann:
- Hér hafa ýmsir áður gist
- og arkað seint á fætur.
- Jökull átti hér vota vist
- og vofur sá um nætur.
Þeir Br. og Hafst. voru spurðir um viðhorfið til stuttu pilsanna.
Br. E.:
- Þótt ég fyrir ærinn aldur
- ætti að vera gegnum kaldur,
- af ástarþrá ég ennþá smittast
- alltaf þegar pilsin styttast.
H. St.:
- Þó að hylji fætur föt,
- freistingin mig kvelur,
- þarna er betra kálfakjöt
- en Kaupfé1agið selur.
Eitt sinn ræddu þeir hagyrðingarnir Brynjólfur Einarsson og Ágúst Benónýsson um háttinn Kolbeinslag.
Síðan sendi Ágúst Brynjólfi þennan fyrri hluta og óskaði eftir botni:
Á.B.:
- Kindur svangar sækja í þang,
- sjávarflæði er þeim skæð.
B.E.:
- Ýmsir flangsa feigðargang
- fyrir gæði hugum stæð.
Þverstaða aldursins
- Það er furðu fyrirbæri
- að finnast æskukjörin bág.
- Óska þó að ekkert væri
- öðruvísi nú en þá.
B.E. Til átthaganna andinn leitar
- Þó að hér í fylgd með fólki góðu
- fest ég hafi í Vestmannaeyjum yndi,
- en í gegnum minninganna móðu
- mótar alltaf fyrir Hólmatindi.
(Brynjólfur Einarsson er Eskfirðingur,
svo sem kunnugt er).
Til Hilmars aflakóngs
- Helztan kjósum heiðurskarl
- Hilmar Rósu, sveinar;
- Oft til sjós fer aflajarl,
- ört þótt frjósi hleinar.
- Hafsteinn Stefánsson.