Þórhallur Gunnlaugsson
Þórhallur Gunnlaugsson fæddist 29. nóvember 1886 og lést 5. apríl 1966. Eiginkona hans var Ingibjörg Ólafsdóttir.
Hann var símstöðvarstjóri.
Þau hjón voru á meðal stofnenda Golfklúbbs Vestmannaeyja árið 1938 og var Þórhallur formaður klúbbsins frá byrjun til ársins 1945.
Þórhallur var einnig á meðal fyrstu stofnenda Taflfélags Vestmannaeyja. Þórhallur leikstýrði sýningunni „Hnefaleikarinn“ sem Kvenfélagið Líkn stóð fyrir á páskum 1938.
Þau bjuggu í Reykjavík seinni árin.