Jóhann Bjarnasen (Kornhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. september 2008 kl. 19:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. september 2008 kl. 19:37 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Bjarnasen var fæddur í Skagafirði árið 1810. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir fædd 1816. Þau eignuðust fjögur börn.

Þessi hjón fluttust til Vestmannaeyja árið 1837 og brátt gerðist Jóhann verslunarstjóri í Vestmannaeyjum.

Hjónin settust að í húsinu Sjólyst við Strandveg 41 og bjuggu þar fyrstu árin. Síðar fluttust þau í húseign sem hét Kornhóll. Það hús stóð austan við Skansinn.

Sigríður lést árið 1842 og Jóhann 1845.

Meðal barna þeirra var Jóhann Pétur Bjarnasen verzlunarstjóri, f. 1835.



Heimildir