Jón Freyr Snorrason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. desember 2025 kl. 17:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. desember 2025 kl. 17:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Freyr Snorrason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Freyr Snorrason vélstjóri, járniðnaðarmaður, þyrluflugmaður fæddist 19. janúar 1963 og lést 14. september 1997 af slysförum.
Foreldrar hans Snorri Sigurvin Ólafsson Vestmann, f. 10. ágúst 1938, d. 19. október 2022, og kona hans Svala Sigríður Auðbjörnsdóttir húsfreyja, f. 17. desember 1939, d. 5. júlí 1991.

Börn Svölu og Snorra:
1. Nikolína Theodóra Snorradóttir, f. 25. ágúst 1957 að Miðstræti 2.
2. Sigurvin Ólafur Snorrason, f. 25. janúar 1960 að Hásteinsvegi 48.
3. Anna Mary Snorradóttir, f. 12. nóvember 1960.
4. Jón Freyr Snorrason, f. 19. janúar 1963, d. 14. september 1997.
5. Þorbjörg Snorradóttir, f. 13. janúar 1966.

Jón Freyr eignaðist barn með Önnu 1988.
Þau Svava Huld giftu sig, eignuðust ekki börn saman.

I. Barnsmóðir Jóns Freys er Anna Sigurgeirsdóttir, f. 19. desember 1964.
Barn þeirra:
1. Kolbrún Jónsdóttir, f. 24. febrúar 1988.

II. Kona Jóns Freys, 18. maí 1996, er Svava Huld Þórðardóttir, f. 10. febrúar 1969. Foreldrar hennar Þórður Magnússon, f. 27. september 1949, d. 24. nóvember 2024, og Halldóra Böðvarsdóttir, f. 3. janúar 1949, d. 9. júní 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.