Erna Friðriksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. desember 2024 kl. 10:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. desember 2024 kl. 10:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Erna Friðriksdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Erna Friðriksdóttir, húsfreyja, viðurkenndur bókari fæddist 9. maí 1951.
Foreldrar hennar Friðrik Erlendur Ólafsson, vélvirkjameistari, vélstjóri, kyndari, kennari, framkvæmdastjóri, f. 5. júní 1928, d. 19. júlí 2012, og kona hans Margrét Sighvatsdóttir, húsfreyja, verslunarmaður, f. 28. júlí 1931, d. 15. nóvember 2009.

Börn Margrétar og Friðriks:
1. Erna Friðriksdóttir húsfreyja, bókhaldari í Eyjum, f. 9. maí 1951. Maður hennar Stefán Anton Halldórsson, látinn.
2. Ólafur Erlendur Friðriksson skipatæknifræðingur, býr í Eyjum, f. 13. september 1952. Kona hans Þuríður Guðjónsdóttir.
3. Sighvatur Friðriksson véltæknifræðingur, býr í Garðabæ, f. 13. apríl 1959. Kona hans Hjördís Hjálmarsdóttir.

Erna eignaðist barn með Skúla 1971.
Þau Stefán Anton giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Stapaveg 8.

I. Barnsfaðir Ernu er Skúli Eggert Sigurz, f. 18. desember 1951.
Barn þeirra:
1. Dagmar Skúladóttir, húsfreyja, sjúkraliði, f. 27. júlí 1971.

II. Maður Ernu var Stefán Anton Halldórsson, vélstjóri, vélvirki, f. 14. júní 1950, d. 27. maí 2011.
Börn þeirra:
1. Friðrik Erlendur Stefánsson, öryggisvörður, f. 6. október 1976. Sambýliskona hans Jónína Margrét Hermannsdóttir.
2. Sigurður Ari Stefánsson, bifvélavirki í Noregi, f. 27. september 1982. Kona hans Ida Sofie Thorp Steffensen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.