Anna Friðbjörnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. nóvember 2024 kl. 10:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. nóvember 2024 kl. 10:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Anna Friðbjörnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Anna Friðbjörnsdóttir, húsfreyja fæddist 2. desember 1957 í Eyjum og lést 12. maí 1990.
Foreldrar hennar voru Friðbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari í Reykjavík, f. 27. september 1939, d. 9. febrúar 2022, og Kristín Ósk Óskarsdóttir frá Hólnum við Landagötu 18, húsfeyja, f. 14. október 1940.

Börn Kristínar og Friðbjarnar:
1. Anna Friðbjörnsdóttir, f. 2. desember 1957, d. 12. maí 1990 í Eyjum. Fyrrum sambúðarmaður hennar Magnús Gunnarsson.
2. Kristjana Friðbjörnsdóttir, f. 20. ágúst 1959 á Boðaslóð 27 í Eyjum. Maður hennar Páll Garðar Andrésson, látinn.
3. Óskar Friðbjörnsson, f. 23. janúar 1962 í Reykjavík. Kona hans Sigurbára Sigurðardóttir.
4. Hrafn Franklín Friðbjörnsson, f. 8. febrúar 1965 í Eyjum, d. 28. júní 2009. Fyrrum kona hans Ágústa Þóra Johnson.

Þau Magnús hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.

I. Fyrrum sambúðarmaður Önnu er Magnús Gunnarsson, f. 12. júlí 1952. Foreldrar hans Magnús Gunnar Guðmundsson, f. 12. nóvember 1917, d. 18. júlí 2008, og Hansína Sigríður Magnúsdóttir, f. 10. júlí 1926, d. 27. september 2018.
Barn þeirra:
1. Anna Kristín Magnúsdóttir, f. 30. mars 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.