Fanney Júlíusdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. nóvember 2024 kl. 13:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. nóvember 2024 kl. 13:28 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Fanney Júlíusdóttir, húsfreyja, flugfreyja, fæddist 17. janúar 1950.
Foreldrar hennar Júlíus Ingibergsson, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, útgerðarstjóri, f. 17. júlí 1915, d. 11. ágúst 2000, og kona hans Gunnfríður Axelma (Elma) Jónsdóttir, frá Rvk, húsfreyja, f. 20. desember 1921, d. 5. desember 2006.

Börn Elmu og Júlíusar:
1. Guðrún Fanney Júlíusdóttir flugfreyja, f. 17. janúar 1950. Maður hennar Erlendur Magnússon.
2. Júlíus Rafn Júlíusson vélstjóri, f. 25. október 1954. Kona hans Tanattha Noinang.

Fanney eignaðist barn með Bergi 1967.
Þau Erlendur giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en Erlendur á þrjú börn frá fyrra sambandi. Þau búa í Kópavogi.

I. Barnsfaðir Fanneyjar er Bergur Magnús Sigmundsson, bakarameistari, f. 5. desember 1947.
Barn þeirra:
1. Magnús Bergsson, f. 27. nóvember 1967.

II. Maður Fanneyjar er Erlendur Magnússon, bakari, fyrrum framkvæmdastjóri Mjólkursamsölunnar í Rvk, f. 27. janúar 1946. Foreldrar hans Magnús Einarsson, f. 31. júlí 1904, d. 13. september 1978, og Solveig Dagmar Erlendsdóttir, f. 22. júní 1909, d. 29. júlí 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.