Júlíus Rafn Júlíusson
Júlíus Rafn Júlíusson, vélstjóri fæddist 25. október 1954.
Foreldrar hans Júlíus Ingibergsson, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, útgerðarstjóri, f. 17. júlí 1915, d. 11. ágúst 2000, og kona hans Gunnfríður Axelma (Elma) Jónsdóttir, frá Rvk, húsfreyja, f. 20. desember 1921, d. 5. desember 2006.
Börn Elmu og Júlíusar:
1. Guðrún Fanney Júlíusdóttir flugfreyja, f. 17. janúar 1950. Maður hennar Erlendur Magnússon.
2. Júlíus Rafn Júlíusson vélstjóri, f. 25. október 1954. Kona hans Tanattha Noinang.
Þau Sigrún giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Katrín Lovísa giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Linda hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Anna María hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman. Þau skildu.
Þau Tanattha giftu sig, hafa ekki eignast börn saman. Þau búa í Hafnarfirði.
I. Fyrrum kona Júlíusar er Sigrún Arnfjörð Árnadóttir frá Bíldudal, húsfreyja, f. 4. nóvember 1956. Foreldrar hennar Árni Kristjánsson, f. 7. nóvember 1901, d. 8. apríl 1966, og kona hans Guðrún Snæbjörnsdóttir, f. 11. október 1912, d. 20. desember 1992.
Börn þeirra:
1. Elma Björk Júlíusdóttir, f. 24. ágúst 1972.
2. Júlíus Örn Júlíusson, f. 28. júní 1976.
3. Guðrún Fanney Júlíusdóttir, f. 31. júlí 1980.
II. Fyrrum kona Júlíusar er Katrín Lovísa Brink, f. 3. ágúst 1957. Foreldrar hennar John Marshall Brink, íþróttafulltrúi á Keflavíkurflugvelli, og Rannveig Magnúsdóttir Brink, f. 14. júlí 1933, d. 28. febrúar 1991.
Barn þeirra:
4. Rúnar Freyr Júlíusson, f. 29. júlí 1992.
III. Fyrrum sambúðarkona Júlíusar er Guðrún Linda Þorvaldsdóttir, húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 3. janúar 1953.
Barn þeirra:
5. Silja Karen Júlíusdóttir, f. 30. mars 1984.
IV. Fyrrum sambúðarkona Júlíusar er Anna María Hjartardóttir úr Rvk, f. 2. október 1953. Foreldrar hennar Hjörtur Guðmundsson, f. 13. apríl 1928, d. 26. maí 2004, og Guðríður Ingibjörg Ingimundardóttir, f. 17. febrúar 1930, d. 30. nóvember 2017.
V. Kona Júlíusar er Tanattha Noinang frá Thailandi, f. 30. mars 1970.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Júlíus Rafn.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.