Kristinn Magnús Óskarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2024 kl. 11:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2024 kl. 11:53 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristinn Magnús Óskarsson, kennari í Kanada fæddist 23. september 1954 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Óskar Magnús Gíslason frá Arnarhóli, skipstjóri, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 7. maí 1915, d. 28. febrúar 1991, og kona hans Kristín Jónína Þorsteinsdóttir frá Fagradal, húsfreyja, f. 7. maí 1908, d. 7. febrúar 1999.

Börn Kristínar Jónínu og Óskars.
1. Þorsteinn Óskarsson, f. 10. ágúst 1947 í Fagradal, d. 16. ágúst 1947.
2. Dr. Þorsteinn Kristinn Óskarsson eðlisfræðingur, sérfræðingur, f. 2. janúar 1949 á Faxastíg 2. Kona hans Margrét Brynjólfsdóttir.
3. Gísli Jóhannes Óskarsson kennari, fréttamaður, f. 18. desember 1949 á Faxastíg 2. Kona hans Gíslína Magnúsdóttir.
4. Anna Solveig Óskarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 21. desember 1950 á Faxastíg 2. Maður hennar Halldór G. Axelsson.
5. Snorri Óskarsson forstöðumaður, kennari, f. 26. febrúar 1952 á Faxastíg 2. Kona hans Hrefna Brynja Gísladóttir.
6. Kristinn Magnús Óskarsson kennari í Kanada, f. 23. september 1954 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Laura Withers.

Kristinn Magnús varð stúdent um 1974, lauk B.Sc.- námi í líffræði við HÍ um 1978.
Hann kenndi við Gagnfræðaskólann í Eyjum til um 1983.
Hann flutti til Kanada og kenndi þar við unglinga- og framhaldsskóla.

Þau Laura giftu sig 1982, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Lukku á Strembu.

I. Kona Kristins Magnúsar, 1982, er Laura Withers, f. 10. janúar 1956.
Börn þeirra:
1. Sigurlína Kr. Kristinsdóttir, f. 8. mars 1983.
2. Karítas Beverly Kristinsdóttir, f. 12. maí 1984.
3. Berglind Ásta Kristinsdóttir, f. 5. nóvember 1985.
4. Diana Oskarsson, f. 1988 í Kanada.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.