Gunnar Guðnason (arkitekt)
Gunnar Guðnason, arkitekt fæddist 1. janúar 1951.
Foreldrar hans voru Guðni Björgvin Guðnason frá Guðnastöðum í A.-Landeyjum, kaupfélagsstjóri, f. 1. apríl 1925, d. 15. janúar 2022, og kona hans Valgerður Þórðardóttir frá Úlfsstaðahjáleigu (Sléttabóli) í A.-Landeyjum, húsfreyja, verslunarmaður, f. 3. mars 1926, d. 2. febrúar 2005.
Börn Valgerðar og Guðna:
1. Gunnar Guðnason arkitekt, f. 1. janúar 1951. Kona hans Erna Olsen.
2. Þórólfur Guðnason barnalæknir, sóttvarnalæknir, f. 28. október 1953. Kona hans Sara Hafsteinsdóttir.
3. Guðni Björgvin Guðnason tölvunarfræðingur, ráðgjafi, framkvæmdastjóri hjá RARIK, f. 30. september 1961. Kona hans Ásta Björnsdóttir.
Þau Erla giftu sig 1972, eignuðust fjögur börn. Þau búa í Rvk.
I. Kona Gunnars, (29. september 1972), er Erna Olsen, húsfreyja, starfsmaður Borgarbókasafns Rvk, f. 21. nóvember 1952.
Börn þeirra:
1. Valur Gunnarsson, flugmaður, f. 17. apríl 1970.
2. Örn Gunnarsson, tölvunarfræðingur, f. 30. ágúst 1977.
3. Kristín Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur, f. 22. apríl 1979.
4. Guðni Gunnarsson, hljóðtæknifræðingur, f. 15. desember 1984.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Ólafs Olsen.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.