Erling Þór Pálsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júlí 2024 kl. 11:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júlí 2024 kl. 11:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Erling Þór Pálsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Erling Þór Pálsson, sjómaður, stýrimaður, síðar hafnsögumaður á Akranesi fæddist 5. nóvember 1953.
Kjörforeldrar hans Páll Eggertsson, húsamiður, f. 19. september 1925, d. 13. febrúar 2002, og Þorbjörg Ingólfsdóttir, húsfreyja, f. 14. desember 1919, d. 31. júlí 1997.

Erling var í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1972-1973, lauk námi í honum í Rvk vegna Gossins.
Þau Jóna Björg giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Lindási í Innri-Akraneshreppi 1986. Þau skildu.

I. Kona Erlings er Jóna Björg Kristinsdóttir, f. 18. desember 1953.
Börn þeirra:
1. Páll Erlingsson, f. 17. desember 1973.
2. Arnar Þór Erlingsson, f. 21. júlí 1977.
3. Kristinn Jóhann Erlingsson, f. 23. desember 1993.

II. Sambúðarkona Erlings er Aelita Sheina frá Rússlandi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.