Þórir Óskarsson (flugstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. ágúst 2024 kl. 21:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. ágúst 2024 kl. 21:46 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þórir Óskarsson.

Þórir Óskarsson, frá Sunnuhól, flugstjóri fæddist 19. september 1934 á Steinsstöðum.
Foreldrar hans voru Óskar Kárason, skipstjóramenntaður, múrarameistari, landmælingamaður, f. 9. ágúst 1905, d. 2. maí 1970, og kona hans Anna Jesdóttir, húsfreyja, tónlistarmaður, f. 2. desember 1902, d. 18. september 1994.

Börn Önnu og Óskars:
1. Ágústa talsímakona, f. 3. febrúar 1930.
2. Kári múrarameistari, f. 25. júlí 1931.
3. Þórir flugstjóri, f. 19. september 1934.

Þórir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum, flugmaður, síðan flugstjóri hjá Loftleiðum, síðar Flugleiðum.

Þau Jóhanna Sigríður giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Rvk.

I. Kona Þóris, (1. október 1961), er Jóhanna Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja, f. 12. desember 1935. Foreldrar hennar Jón Katarínusson, f. 17. nóvember 1910, d. 8. október 1987, og Lára Jóhannsdóttir, f. 25. september 1913, d. 14. maí 1988.
Börn þeirra:
1. Þór Jes Þórisson, f. 30. júlí 1961.
2. Óðinn Þórisson, f. 26. desember 1964.
3. Anna Lára Þórisdóttir Möller, f. 7. nóvember 1966.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.