Kári Óskarsson (múrarameistari)
Kári Óskarsson frá Sunnuhól, múrarameistari fæddist 25. júlí 1931 í Rvk.
Foreldrar hans voru Óskar Kárason, skipstjóramenntaður, múrarameistari, landmælingamaður, f. 9. ágúst 1905, d. 2. maí 1970, og kona hans Anna Jesdóttir, húsfreyja, tónlistarmaður, f. 2. desember 1902, d. 18. september 1994.
Börn Önnu og Óskars:
1. Ágústa talsímakona, f. 3. febrúar 1930.
2. Kári múrarameistari, f. 25. júlí 1931.
3. Þórir flugstjóri, f. 19. september 1934.
Þau Erna giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Kópavogi frá 1961.
I. Kona Kára, (26. apríl 1957), var Erna Óskars Óskarsdóttir, húsfreyja, f. 19. júlí 1934 í Rvk, d. 24. desember 2018.
Börn þeirra:
1. Hreiðar Haukur Kárason stýrimaður í Noregi, f. 4. september 1955 í Eyjum. Kona hans Marit Eiriksson, látin.
2. Óskar Kárason kerfisfræðingur í Danmörku, f. 26. júlí 1958 í Reykjavík. Barnsmóðir hans María Kristjánsdóttir. Kona hans Vibeke Harders.
3. Ágúst Kárason læknir, f. 16. desember 1960 í Kópavogi. Kona hans Svanfríður Helga Ástvaldsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 10. janúar 2019. Minning Ernu.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.