Emilía Borgþórsdóttir
Emilía Borgþórsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, iðnhönnuður í Hfirði fæddist 20 október 1973.
Foreldrar hennar Borgþór Eydal Pálsson vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 27. september 1941 á Þrándarstöðum í N.-Múl., og kona hans Októvía Andersen húsfreyja, skrifstofumaður, f. 9. febrúar 1943 á Sólbakka við Hásteinsveg 3, d. 6. október 2022.
Börn Októvíu og Borgþórs:
1. Þórdís Borgþórsdóttir húsfreyja, svæfingahjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 5. ágúst 1963 á Sælundi. Fyrrv. maður hennar Gunnar Þór Gunnarsson. Sambúðarmaður hennar Oddur Már Gunnarsson.
2. Ragnheiður Borgþórsdóttir húsfreyja, förðunarfræðingur, kennari í Eyjum, f. 28. maí 1967. Maki hennar, skildu, Brynjar Kristjánsson. Maki er Sindri Óskarsson.
3. Emilía Borgþórsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, iðnhönnuður í Hafnarfirði, f. 20. október 1973. Maður hennar Karl Guðmundsson.
4. Páley Borgþórsdóttir húsfreyja, héraðsdómslögmaður, lögreglustjóri, f. 6. febrúar 1975. Maður hennar er Arnsteinn Ingi Jóhannsson.
Emilía varð sjúkraþjálfari í HÍ 2001, iðnhönnuður í Bandaríkjunum 2009 og lauk M.Sc.-prófi í umhverfis- og auðlindafræði í HÍ 2023.
Emilía er verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni.
Þau Karl giftu sig 2001, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Rvk, í Bandaríkjunum í 6 ár, í Eyjum í 2 ár og í Hfirði frá 2014.
I. Maður Emilíu, (24. nóvember 2001), er Karl Guðmundsson, með MBA-próf í viðskiptum frá San Diego í Bandaríkjunum, f. 10. apríl 1974. Foreldrar hans Guðmundur Ingi Karlsson, f. 6. janúar 1952, og Hjördís Þorfinnsdóttir, f. 16. júní 1953.
Börn þeirra:
1. Ingi Snær Karlsson, nemi, f. 18. febrúar 2003 í Rvk.
2. Bóas Karlsson, nemi, f. 7. júlí 2005 í Rvk.
3. Júlía Karlsdóttir, nemi, f. 6. ágúst 2010 í Eyjum.
4. Magni Þór Karlsson, nemi, f. 26. júlí 2012 í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Emilía.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.