Árni Árnason (trésmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. apríl 2024 kl. 11:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. apríl 2024 kl. 11:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Árni Árnason (trésmiður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Árni Árnason frá Steinkrossi á Rangárvöllum, trésmiður fæddist 24. apríl 1853 og lést 12. janúar 1887.
Foreldrar hans voru Árni Ólafsson frá Ósgröf á Landi, Rang., bóndi, f. 26. október 1810 í Ósgröf á Landi, Rang., d. 22. október 1858, og kona hans Gróa Bjarnadóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1814.

Árni var trésmiður í Frydendal og fórst ásamt þrem öðrum á juli úti undir Bjarnarey 1887. Formaður var Jósef Valdason.
Hann var ókvæntur.
Þeir sem fórust:
1. Jósef Valdason.
2. Árni Árnason.
3. Tómas Tómasson.
4. Erlendur Ingjaldsson.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.