Pétur Einarsson (leikari)
Pétur Einarsson frá Sólvöllum við Kirkjuveg 27, leikari, leikstjóri, leikhússtjóri fæddist þar 31. október 1940.
Foreldrar hans voru Einar Guttormsson læknir, f. 15. desember 1901 á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, N.-Múl., d. 12. febrúar 1985, og kona hans Margrét Kristín Pétursdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1914 á Akureyri, d. 6. september 2001.
Börn Margrétar og Einars:
1. Páll Jóhann Einarsson flugstjóri í Luxemburg, síðar leiðbeinandi, bókaútgefandi í Reykjavík, f. 22. janúar 1937 á Sólvöllum, d. 2. ágúst 2008. Fyrrum kona hans Karen Einarsson, f. Pachali.
2. Guttormur Pétur Einarsson kerfisfræðingur hjá Ríkisspítulum, f. 15. mars 1938 á Sólvöllum. Kona hans Helga Sigurðardóttir.
3. Pétur Einarsson leikari, leikstjóri, f. 31. október 1940 á Sólvöllum. Fyrrum kona hans Soffía Guðrún Jakobsdóttir. Fyrrum kona hans Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir. Barnsmóðir hans Svanhildur Valsdóttir. Kona hans Birgitte Heide.
4. Solveig Fríða Einarsdóttir ljósmóðir, f. 21. ágúst 1945 á Sólvöllum. Barnsfaðir hennar Þorsteinn Eyjólfsson. Fyrrum maður hennar Viðar Hjálmtýsson.
5. Sigfús Einarsson, er með doktorspróf í sjávarlíffræði frá Svíþjóð, f. 11. ágúst 1951 á Sólvöllum. Fyrrum kona hans Retno Henryati Santi.
Pétur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð stúdent í MA 1961, lauk námi í Leiklistarskóla LR 1964, fór í meistaranám í í leiklist í Georgíu í Bandaríkjunum 1965-1966.
Pétur lék hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá 1967, og var þar bæði leikari og leikstjóri. Hann vann einnig mikið hjá Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar þar sem hann var leikhússtjóri. Hann lék einnig í Sjónvarpinu og í kvikmyndum.
Pétur var fyrsti skólastjóri Leiklistarskóla Íslands 1975-1983, var í leikhúsráði LR og var einn af stofnendum Félags leikstjóra á Íslandi, formaður þess um skeið, var einnig formaður Sambands félaga leikstjóra á Norðurlöndum um skeið. Auk þess var hann formaður leiklistarráðs 1980-1985, fulltrúi Íslands í Norræna leiklistarsambandinu, í stjórn LHÍ og Kvikmyndasjóðs.
Hann var gerður heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 2017.
Pétur hélt vinsæl námskeið um árabil gegn tóbaksnautn.
I. Kona Péturs, (skildu), er Soffía Guðrún Jakobsdóttir, leikkona, f. 2. desember 1939. Foreldrar hennar Friðrik Jakob Tryggvason, f. 31. janúar 1907, d. 13. mars 1999, og Unnur Tryggvadóttir, f. 27. desember 1907, d. 24. maí 1987.
Börn þeirra:
1. Margrét Kristín Pétursdóttir, leikari, kennari, f. 9. mars 1962.
2. Sólveig Pétursdóttir, bókavörður, f. 17. ágúst 1970.
II. Barnsmóðir Péturs er Svanhildur Frances Petty Valsdóttir, kennari, f. 25. nóvember 1950.
Barn þeirra:
3. Þórunn Elín Pétursdóttir, kennari, söngkona, f. 3. ágúst 1972. Maður hennar Þorsteinn Arnalds.
III. Kona Péturs, skildu, er Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, menntunarfræðingur, f. 16. ágúst 1951. Foreldrar hennar Guðmundur Konráð Elísson, f. 3. desember 1907, d. 18. janúar 1963, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 24. maí 1930.
Börn þeirra:
4. Guðrún Lára Pétursdóttir, bókmenntafræðingur, f. 9. febrúar 1976. Maður hennar Einar Þór Þórarinsson.
5. Elís Pétursson, hagfræðingur, f. 13. apríl 1980. Kona hans Brynja Gunnlaugsdóttir.
IV. Kona Péturs er Birgitte Heide listdansari, fagstjóri hjá Listdansskóla Íslands, f. 17. apríl 1959. Foreldrar hennar Paul E. Heide, úrsmiður, f. 27. maí 1925, d. 3. apríl 2003, og kona hans Guðrún Ágústsdóttir, húsfreyja, f. 27. júlí 1929, d. 13. júní 2008.
6. Pétur Heide Pétursson, viðskiptafræðingur, f. 3. október 1990. Kona hans Aðalheiður Snæbjarnardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 31. október 2020, afmælisviðtal.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.