Páll Einarsson (flugstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Páll Jóhann Einarsson.

Páll Jóhann Einarsson frá Sólvöllum, flugstjóri, ráðgjafi, bókaútgefandi fæddist þar 2. janúar 1937 og lést 2. ágúst 2008.
Foreldrar hans voru Einar Guttormsson læknir, f. 15. desember 1901, d. 12. febrúar 1985, og kona hans Margrét Kristín Pétursdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1914, d. 7. september 2001.

Börn Margrétar og Einars:
1. Páll Jóhann Einarsson flugstjóri í Luxemburg, síðar ráðgjafi, bókaútgefandi í Reykjavík, f. 22. janúar 1937 á Sólvöllum, d. 2. ágúst 2008. Fyrrum kona hans Karen Einarsson, f. Pachali.
2. Guttormur Pétur Einarsson kerfisfræðingur hjá Ríkisspítulum, f. 15. mars 1938 á Sólvöllum. Kona hans Helga Sigurðardóttir.
3. Pétur Einarsson leikari, leikstjóri, f. 31. október 1940 á Sólvöllum. Fyrrum kona hans Soffía Guðrún Jakobsdóttir. Fyrrum kona hans Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir. Barnsmóðir hans Svanhildur Valdsdóttir. Kona hans Birgitta Heide.
4. Solveig Fríða Einarsdóttir ljósmóðir, f. 21. ágúst 1945 á Sólvöllum. Barnsfaðir hennar Þorsteinn Eyjólfsson. Fyrrum maður hennar Viðar Hjálmtýsson.
5. Sigfús Einarsson doktorspróf í sjávarlíffræði frá Svíþjóð, f. 11. ágúst 1951 á Sólvöllum. Fyrrum kona hans Retno Henryati Santi.

Páll lauk námi í Vélskólanum í Eyjum og Verslunarskóla Íslands. Hann lauk flugnámi í Bandaríkjunum.
Páll vann hjá Navy Exchange í Keflavík og heildverslun Ásbjörns Ólafssonar í Reykjavík.
Hann var atvinnuflugmaður í 30 ár hjá mörgum flugfélögum, m.a. Saudi Airlines og Lufthansa, en lengst hjá Cargolux. Hann hætti störfum 1984 vegna heilsubrests.
Páll settist að í Reykjavík, hóf leiðbeinandastörf hjá AA-samtökunum, flutti fyrirlestra á vegum Guðspekifélags Íslands og stofnaði bókaútgáfuna P.E.A.C.E. Puplication ehf., sem gaf út fræðsluerindi og bókina Engil afkimans, sem fjallar um áfengissýkina, og gaf einnig út ritið The little Scroll. Auk þessa vann hann að frásögn um flugferðir Þjóðverja yfir Íslandi í síðari heimsstyrjöld.
Páll eignaðist þrjú börn fyrir hjónaband að líkum með erlendum konum.
Þau Karen giftu sig um 1970, eignuðust tvö börn og Páll fóstraði barn Karenar frá fyrra sambandi. Þau bjuggu í Luxemburg og í Frankfurt, en hjónin skildu.
Páll lést 2008.

I. Börn fyrir hjónaband:
1. Birgir Davidsen Pálsson, f. 1958.
2. Páll Ástþór Pálsson, f. 1959.
3. Stefán Norman Mink, f. 1969.

II. Kona Páls, skildu, var Karen Pachali Baseman, f. 4. mars 1941.
Börn þeirra:
4. Kristín Pálsdóttir, f. 26. september 1975.
5. Carolin Pálsdóttir, f. 7. maí 1980.
Sonur Karenar:
6. Mark.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.