Karl Daníel Finnbogason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. apríl 2024 kl. 13:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. apríl 2024 kl. 13:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Karl Daníel Finnbogason.

Karl Daníel Finnbogason frá Siglufirði, plötu- og ketilsmiður, lagerstjóri í Rvk fæddist 25. nóvember 1928 á Siglufirði.
Foreldrar hans voru Finnbogi Halldórsson skipstjóri, f. 3. apríl 1900, d. 27. mars 1954 og kona hans Jóna Friðrika Hildigunn Franzdóttir húsfreyja, f. 26. september 1910, d, 11. janúar 1965.

Börn Jónu og Finnboga:
11. Karl Daníel Finnbogason, f. 25. nóvember 1928 á Siglufirði. Kona hans Ragnhildur Jónsdóttir.
2. Karl Víðir Finnbogason, f. 20. apríl 1930, d. 7. apríl 2023. Kona hans Karen Júlía Magnúsdóttir.
3. Karl Guðni Hólmar Finnbogason, f. 21. febrúar 1932, d. 6. apríl 2008. Fyrrum kona hans Sigrún Hallgrímsdóttir. Kona hans Karítas Magný Guðmundsdóttir.
4. Björk Finnbogadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 18. maí 1942. Maður hennar Ólafur Steingrímsson.
5. Linda Finnbogadóttir Venegas, hjúkrunarfræðingur, f. 18. maí 1942, d. 5. október 2022. Maður hennar Raul Venegas.

Karl Daníel var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim frá Siglufirði til Eyja 1929 og ólst þar upp í Fúsahúsi við Bakkastíg 3 og á Stóru-Heiði við Sólhlíð 19, flutti með foreldrum sínum til Siglufjarðar 1936 og til Rvk um 1946.
Hann lauk námi í Héraðsskólanum í Reykholti 1945, minna vélstjóraprófi í Rvk 1946, lauk sveinsprófi í plötu- og ketilsmíði í Landssmiðjunni í Rvk 1957, hlaut meistararéttindi 1965.
Karl var 2. vélstjóri á Eiríki SK 2 frá Sauðárkróki 1947 og Kára Sölmundarsyni RE 1948, en var járnsmiður í Landssmiðjunni 1950-1970, vann lagerstörf og við teppalagnir hjá Teppalandi hf. 1970-1992, en var svo húsvörður í Grunnskóla Hafnarfjarðar.
Karl var um skeið í stjórn Félags járniðnaðarmann upp úr 1960.
Þau Ragnhildur giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn.
Ragnhildur lést 2015.

I. Kona Karls, (3. apríl 1950), var Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. febrúar 1930, d. 9. ágúst 2015. Foreldrar hennar voru Jón Einar Jónasson sjómaður, verkamaður á Norðfirði, f. 3. maí 1883 á Vopnafirði, d. 27. júlí 1976, og kona hans Jónína Oddsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1893 á Norðfirði, d. 15. apríl 1977.
Börn þeirra:
1. Jón Hermann Karlsson, f. 24. janúar 1949 í Neskaupastað . Kona hans Erla Valsdóttir.
2. Finnbogi Karlsson, hagfræðingur, f. 9. júní 1951. Fyrrum kona hans Stella Hermannsdóttir.
3. Jóna Dóra Karlsdóttir, húsfreyja, prófarkalesari, f. 1. janúar 1956. Maður hennar Guðmundur Árni Stefánsson.
4. Karl Heimir Karlsson, útvarpsmaður, f. 18. mars 1961. Kona hans Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.