Víðir Finnbogason (kaupmaður)
Karl Víðir Finnbogason stýrimaður, stórkaupmaður fæddist 20. apríl 1930 á Bakkastíg 3, d. 7. apríl 2023.
Foreldrar hans voru Finnbogi Halldórsson skipstjóri, f. 3. apríl 1900, d. 27. mars 1954 og kona hans Jóna Friðrika Hildigunn Franzdóttir húsfreyja, f. 26. september 1910, d, 11. janúar 1965.
Börn Jónu og Finnboga:
1. Karl Daníel Finnbogason, f. 25. nóvember 1928 á Siglufirði. Kona hans Ragnhildur Jónsdóttir.
2. Karl Víðir Finnbogason, f. 20. apríl 1930, d. 7. apríl 2023. Kona hans Karen Júlía Magnúsdóttir.
3. Karl Guðni Hólmar Finnbogason, f. 21. febrúar 1932, d. 6. apríl 2008. Fyrrum kona hans Sigrún Hallgrímsdóttir. Kona hans Karítas Magný Guðmundsdóttir.
4. Björk Finnbogadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 18. maí 1942. Maður hennar Ólafur Steingrímsson.
5. Linda Finnbogadóttir Venegas, hjúkrunarfræðingur, f. 18. maí 1942, d. 5. október 2022. Maður hennar Raul Venegas.
Víðir var með foreldrum sínum á Bakkastíg 3 og á Heiði.
Hann flutti með foreldrum sínum til Siglufjarðar 1936.
Víðir nam í Barnaskóla og Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Hann lauk námi í farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykkjavík 1957.
Víðir vann hjá Eimskip, var stýrimaður til 1962. Þá stofnaði hann heildverslunina Víðir Finnbogason ehf., opnaði innréttingaverslun og síðar Teppaland 1967 og útibú á Akureyri 1980. Hann var einnig þátttakandi í stofnun Brimness í Eyjum 1973 og Núps á Ísafirði 1990. Árið 1995 sneri hann sér að umsýslu bygginga og endurgerð húseigna ásamt öðrum rekstri.
Hann sat í stjórn Hafskips, Tollvörugeymslunnar og Alpan. Hann var félagi í JC á Íslandi og í Oddfellowreglunni í 50 ár.
Víðir eignaðist barn með Sólveigu 1950.
Hann eignaðist barn 1951. Það var ættleitt.
Þau Karen Júlía giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn.
Karen lést 2019 og Víðir 2023.
I. Barnsmóðir Víðis var Sólveig Jónsdóttir, f. 3. ágúst 1929, d. 4. ágúst 1997.
Barn þeirra:
1. Jón Hólm Víðisson, f. 1. nóvember 1950. Kona hans Gréta Jóhannsdóttir.
II. Barn Víðis, ættleitt:
2. Sverrir Eyland Ragnarsson kennari, f. 18. maí 1951 í Reykjavík. Kona hans Kristín H. Kristmundsdóttir.
III. Kona Víðis, (29. október 1955), var Karen Júlía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1931 í Reykjavík, d. 19. mars 2019. Foreldrar hennar voru Magnús Einarsson frá Stakkadal á Rauðasandi, Barð., vélstjóri, síðar framkvæmdastjóri, f. 13. janúar 1901, d. 6. mars 1970 og kona hans Soffie Malena Einarsson frá Vogi í Færeyjum, húsfreyja, f. 28. júlí 1901, d. 24. febrúar 1986.
Börn þeirra:
3. Anna Jóna Víðisdóttir, f. 23. febrúar 1956.
4. Stella Katrín Víðisdóttir, f. 13. september 1958.
5. Berglind Víðisdóttir, f. 10. maí 1964.
6. Harpa Víðisdóttir, f. 29. júní 1970.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 19. apríl 2023. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.