Guðjón Guðjónsson (fornbókasali)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. mars 2024 kl. 11:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. mars 2024 kl. 11:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Guðjónsson frá Brekkum í Hvolhreppi, Rang., verkamaður, fornbókasali fæddist 5. apríl 1902 og lést 20. september 1985.
Foreldrar hans voru Guðjón Jóngeirsson bóndi, fyrrum söðlasmiður, f. 29. maí 1863 í Stóradalssókn u. V.-Eyjafjöllum, d. 8. febrúar 1943, og kona hans Guðbjörg Guðnadóttir frá Guðnastöðum í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 25. mars 1871, d. 6. ágúst 1961.

Guðjón var verkamaður á Rauðafelli við Vestmannabraut 58B 1931, var farinn 1932. Hann gerðist fornbókasali í Rvk, rak verslunina á Hverfisgötu.
Þau Helga giftu sig, eignuðust tvö börn.
Helga lést 1975 og Guðjón 1985.

I. Kona Guðjóns var Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir frá Óslandi í Viðvíkursókn, Skagaf., f. 7. júlí 1899, d. 1. janúar 1975.
Börn þeirra:
1. Hrafnkell Guðjónsson stýrimaður, sjómælingamaður, framhaldsskólakennari, f. 17. mars 1931 á Rauðafelli, d. 10. maí 2007. Kona hans Svava Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, fornbókasali, f. 10. nóvember 1932, d. 10. maí 2007.
2. Kolbeinn Guðjónsson sjómaður, f. 3. ágúst 1928, d. 19. september 2004. Kona hans Kristín Kristinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.