Grétar Skaftason (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. mars 2024 kl. 11:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. mars 2024 kl. 11:18 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Grétar Skaftason.

Grétar Skaftason frá Suður-Fossi í Mýrdal, sjómaður, skipstjóri fæddist þar 26. október 1926 og drukknaði 5. nóvember 1968.
Móðir hans var Ragnhildur Skaftadóttir á Suður-Fossi, bústýra, f. 8. febrúar 1904, d. 12. október 1939. Föður Grétars er ekki getið.

Grétar var fósturbarn hjá frændfólki á Suður-Fossi til 1945.
Hann lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1958.
Grétar var vinnumaður á Suður-Fossi 1946-1947. Hann kom til Eyja 1947, var á Reyni VE 15 á Hvalfjarðarsíldveiðum, síðan háseti á ýmsum bátum. Þá var hann stýrimaður og síðan skipstjóri á Ófeigi III. VE 325. Hann var skipstjóri á Þráni NK 70, er hann fórst í ofsaveðri 1968.
Þau Kristbjörg giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Vallargötu 4.

I. Kona Grétars, (31. október 1950), er Kristbjörg Ingileif Sigurjónsdóttir frá Skógum við Bessastíg 8, húsfreyja, ræstitæknir, f. 11. desember 1931.
Börn þeirra:
1. Ingólfur Grétarsson stýrimaður, skipstjóri, f. 7. september 1950 á Bessastíg 8. Fyrrum kona hans Ásta Finnbogadóttir.
2. Sigurjón Ragnar Grétarsson stýrimaður, skipstjóri, rafeindavirki, f. 21. október 1954 á Vallargötu 4. Fyrrum sambúðarkona hans Guðrún Fjóla Kolbeinsdóttir. Kona hans Þórgunnur Hjaltadóttir.
3. Ófeigur Grétarsson rafeindavirki, rafvirki, f. 11. október 1962 að Vallargötu 4. Kona hans Ragnheiður Þorvaldssdóttir, látin.
4. Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir kaupmaður, sjúkraliði, f. 4. febrúar 1969. Maður hennar Heiðar Hinriksson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættingjar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.