Ragnheiður Þorvaldsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ragnheiður Þorvaldsdóttir.

Ragnheiður Þorvaldsdóttir frá Reykjavík, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir fæddist þar 28. júlí 1957 og lést 7. febrúar 2021.
Foreldrar hennar Þorvaldur Jónsson frá Hemru í Skaftártungu, V.-Skaft, bóndi á Skúmsstöðum í V.-Landeyjum, f. 6. ágúst 1885, d. 21. júlí 1962, og Guðríður Bjarnheiður Ársælsdóttir frá Eystri-Tungu í V.-Landeyjum, f. 17. febrúar 1923, d. 13. júlí 2013.

Ragnheiður ólst upp á Skúmsstöðum.
Hún var í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1978-1979, lauk námi í LMSÍ 1982, lauk námi í NHS 1986.
Hún var deildarljósmóðir á Sjúkrahúsinu í Eyjum október 1982 til október 1983, hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Keflavíkur, fæðingardeild, afleysing öðru hvoru frá 1986, var ljósmóðir á Lsp frá 1998.
Þau Ásbjörn eignuðust barn 1977.
Þau Ófeigur giftu sig, eignuðust fjögur börn.

I. Barnsfaðir Ragnheiðar er Ásbjörn Björnsson, f. 6. júlí 1957.
Barn þeirra:
1. Ólafía Bjarnheiður Ásbjörnsdóttir, búfræðingur, viðskiptafræðingur, f. 13. ágúst 1977. Maður hennar Hafsteinn Sigurbjörnsson.

II. Maður Ragnheiðar er Ófeigur Grétarsson rafeindavirki, rafvirki, f. 11. október 1962.
Börn þeirra:
2. Grétar Ófeigsson, vélstjóri, skipstjóri, f. 22. október 1986.
3. Ragnheiður Ófeigsdóttir, f. 5. mars 1992, d. 5. mars 1992.
4. Guðríður Bjartey Ófeigsdóttir, verkfræðingur f. 18. mars 1993. Maður hennar Alex Kári Ívarsson.
5. Ragnheiður Lilja Ófeigsdóttir, viðskiptafræðingur, f. 30. mars 1995. Maður hennar Arnór Bjarki Grétarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Ragnheiðar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.