Júlíus Sigurbjörnsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. febrúar 2024 kl. 12:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. febrúar 2024 kl. 12:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Júlíus Sigurbjörnsson (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Júlíus Sigurbjörnsson.

Júlíus Sigurbjörnsson kennari fæddist 4. mars 1946.
Foreldrar hans voru Sigurbjörn Einar Einarsson húsgagnabólstrari, f. 20. september 1919, d. 20. júlí 1994, og kona hans Guðrún Lúðvíksdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1924, d. 21. október 2016.

Júlíus lauk námi í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1962, kennaraprófi 1965, sveinsprófi í húsasmíði 1968. Hann stundaði framhaldsnám í Noregi, Svíþjóð, og Danmörku 1979-1980 (orlof). Hann sótti fjölda kennaranámskeiða.
Hann var stundakennari í Landakotsskóla í Rvk 1963-1965, kenndi í Barnaskólanum í Eyjum 1965-1968, Breiðagerðisskóla í Rvk 1968-1973, Hvassaleitisskóla í Rvk frá 1973. Hann hefur kennt á mörgum kennaranámskeiðum, unnið að endurskipulagningu námsefnis og námshátta hjá Skólarannsóknadeild frá 1973. Hann var formaður Smíðakennarafélags Íslands í 2 ár, tilnefndur af því í Myndíðanefnd til endurskoðunar námsefnis 1971. Hann var í Námsskrárnefnd mynd- og handmennta 1973, var gjaldkeri Stéttarfélags barnakennara í Rvk 1967-1977, varaformaður 1977-1978.
Rit:
Mynd- og handmennt í íslenska skólakerfinu, nefndarálit, 1973.
Námsskrá í mynd og handmennt, 1977.

Hann eignaðist barn með Rögnu Jóhönnu 1967.
Þau Ingibjörg giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn.


I. Barnsmóðir Júlíusar var Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir frá Reynivöllum, f. 5. júní 1948.
Barn þeirra:
1. Einar Vignir Hansson, f. 31. ágúst 1967. Hann varð kjörbarn Hans Ólafssonar og Rögnu Einarsdóttur.

II. Kona Júlíusar, (31. ágúst 1968), er Ingibjörg Einarsdóttir, f. 7. desember 1946. Foreldrar hennar voru Einar Ögmundsson bifreiðastjóri, formaður Vörubílstjórafélagsins Þróttar, f. 23. október 1916, d. 2. júní 2006, og kona hans Margrét Bjarnadóttir húsfreyja, f. 26. júní 1914, d. 25. desember 2003.
Börn þeirra:
1. Einar Júlíusson, f. 27. júní 1968. Kona Ása Sigríður Eyjólfsdóttir.
2. Helgi Júlíusson, f. 8. september 1970. Kona hans Sigrún Gunnarsdóttir.
3. Andri Júlíusson, f. 1. júlí 1979. Kona hans Martha Ricart.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.