Þorbjörg Pálsdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. febrúar 2024 kl. 13:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. febrúar 2024 kl. 13:05 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þorbjörg Pálsdóttir.

Þorbjörg Pálsdóttir frá Víðidalsá í Steingrímsfirði, Strand., húsfreyja fæddist 6. apríl 1914 og lést 14. maí 2006.
Foreldrar hennar voru Páll Gíslason bóndi, oddviti, f. 19. ágúst 1877, d. 3. október 1962, og kona hans Þorsteinsína Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1879, d. 18. október 1969.

Þorbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Skúli giftu sig 1938, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Vestari- Vesturhúsum.
Skúli lést 1986 og Þorbjörg 2006.

I. Maður Þorbjargar, (12. apríl 1938), var Skúli Magnússon frá Hátúni í Hörgárdal, kennari, f. 27. mars 1911, d. 15. apríl 1986.
Börn þeirra:
1. Magnús Skúlason, f. 31. október 1939.
2. Margrét Skúladóttir, f. 29. maí 1943.
3. Páll Skúlason, f. 4. júní 1945.
4. Þórgunnur Skúladóttir, f. 22. september 1951.
5. Skúli Skúlason, f. 11. nóvember 1958.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.