Skúli Magnússon (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Skúli Magnússon.

Skúli Magnússon frá Hátúni í Hörgárdal, Ey., kennari fæddist þar 27. mars 1911 og lést 15. apríl 1986.
Foreldrar hans voru Magnús Friðfinnsson bóndi, f. 8. ágúst 1880, d. 25. janúar 1962, og kona hans Friðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1874, d. 3. október 1946.

Skúli varð stúdent í MA 1935, lauk prófi í forspjallsvísindum í HÍ 1936, las sálarfræði við háskóla í Khöfn 1937-1939, lauk kennaraprófi 1940.
Skúli var kennari í Barnaskólanum í Eyjum, stundakennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum og í Iðnskólanum 1940-1941. Einnig kenndi hann í Stýrimannaskóla Vestmannaeyja 1940.
Skúli kenndi í barnaskóla á Akureyri 1941-1945, var stundakennari bæði árin við MA og gagnfræðaskólann á Akureyri 1944-1945, var síðan kennari við gagnfræðaskólann þar frá 1945.
Þau Þorbjörg giftu sig 1938, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Vestari- Vesturhúsum.
Skúli lést 1986 og Þorbjörg 2006.

I. Kona Skúla, (12. apríl 1938), var Þorbjörg Pálsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1914, d. 14. maí 2006.
Börn þeirra:
1. Magnús Skúlason, f. 31. október 1939.
2. Margrét Skúladóttir, f. 29. maí 1943.
3. Páll Skúlason, f. 4. júní 1945,
4. Þórgunnur Skúladóttir, f. 22. september 1951.
5. Skúli Skúlason, f. 11. nóvember 1958.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.