Birgir Ólafsson (tannlæknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. febrúar 2024 kl. 13:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. febrúar 2024 kl. 13:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Birgir Ólafsson (tannlæknir)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Birgir Ólafsson tannlæknir fæddist 15. febrúar 1960 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Ólafur Rósinkrans Guðnason frá Eystri-Norðurgarði, vélvirki, deildarstjóri, f. 14. ágúst 1933, d. 10. september 2021, og kona hans Kristín Andrea Níelsdóttir Schmidt frá Danmörku, húsfreyja, ræstitæknir, f. 31. mars 1935, d. 18. júlí 2020.

Börn Kristínar og Ólafs:
1. Birgir Ólafsson tannlæknir, f. 15. febrúar 1960. Fyrrum kona hans Elín Ingibjörg Jacobsen. Sambúðarkona hans Jónína Ásbjörnsdóttir Christensen.
2. Gunnar Ólafsson vélsmíðameistari, f. 31. maí 1964.

Birgir var með foreldrum sínum í æsku, á Vilborgarstöðum og við Strembugötu.
Hann varð stúdent í ML 1980, stundaði nám í lyfjafræði í HÍ 1981-1983, varð cand. odont. í HÍ í júní 1991, fékk tannlæknaleyfi 31. mars 1992.
Hann var sjálfstætt starfandi tannlæknir í Eyjum frá júlí 1991 til 2003, hefur rekið tannlæknastofu í Rvk frá 2003.
Þau Elín Ingibjörg giftu sig 1986, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.

I. Kona Birgis, (12. júlí 1986, skildu), er Elín Ingibjörg Egilsdóttir Jakobsen húsfreyja, lyfjafræðingur, f. 7. ágúst 1961.
Börn þeirra:
1. Anna Kristín Birgisdóttir, f. 25. mars 1988 í Rvk.
2. Katrín Birgisdóttir, f. 6. október 1990 í Rvk.
3. Ólafur Egill Birgisson, f. 29. júlí 1995 í Eyjum.

II. Sambúðarkona Birgis er Jónína Ásbjörnsdóttir Christensen, f. 1. október 1965.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tannlæknatal 1854-1984: Æviágrip íslenskra tannlækna. Tannlæknafélag Íslands 1984. Ritnefnd Gunnar Þormar o.fl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.