Elín Ingibjörg Jacobsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Elín Ingibjörg Jacobsen.

Elín Ingibjörg Egilsdóttir Jacobsen lyfjafræðingur fæddist 7. ágúst 1961 í Reykjavík.
Foreldrar hennar Egill Jacobsen læknir, f. 19. ágúst 1933, d. 26. október 2010, og kona hans Katrín Jóhannsdóttir húsfreyja, deildarstjóri, f. 15. apríl 1934.

Elín varð stúdent í MR, náttúrufræðideild 1981, nam lyfjafræði í HÍ 1982-1983, stundaði verknám í Laugavegsapótereki 1983-1984, í sjúkrahússapóteki Lsp sumarið 1985 og í Reykjavíkur Apóteki sumarið 1986, lauk lyfjafræðingaprófi (varð cand. pharm.) í júní 1987.
Elín var lyfjafræðingur í sjúkrahússapóteki Lsp júní- ágúst 1987, Nesapóteki á Seltjarnarnesi september 1987 - mars 1988, Reykjavíkur Apóteki september 1988 - ágúst 1990, við Sjúkrahúsið í Eyjum og í Hraunbúðum janúar 1992- ágúst 1995 og í Apóteki Vestmannaeyja janúar 1995 - ágúst 1997, í Sjúkrahússapótekinu ehf. frá ágúst 2000.
Hún var kennari við FÍV ágúst 1997- ágúst 2000.
Þau Birgir giftu sig 1986, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.

I. Maður Elínar, (12. júlí 1986, skildu), er Birgir Ólafsson tannlæknir, f. 15. febrúar 1960.
Börn þeirra:
1. Anna Kristín Birgisdóttir, f. 25. mars 1988 í Rvk.
2. Katrín Birgisdóttir, f. 6. október 1990 í Rvk.
3. Ólafur Egill Birgisson, f. 29. júlí 1995 í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Lyfjafræðingatal. Lyfjafræðingar á Íslandi 1760-2002. Seltjarnarnes. Lyfjafræðingafélag Íslands 2004.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.