Óskar Jón Skaftfells

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. nóvember 2023 kl. 18:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. nóvember 2023 kl. 18:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Óskar Jón Skaftfells“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Jón Magnússon Skaftfells.

Óskar Jón Magnússon Skaftfells, sjómaður, málari, kaupmaður fæddist 10. febrúar 1900 á Feðgum (Staðarholti) í Meðallandi, V.-Skaft. og lést 8. október 1976.
Foreldrar hans voru Magnús Jónsson Skaftfells, f. 4. mars 1876 á Grímsstöðum í Meðallandi, V.-Skaft., d. 16. september 1941 í Rvk, og kona hans Unnur Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1881 á Oddum í Meðallandi, d. 27. júní 1975.

Börn Unnar og Magnúsar:
1. Óskar Jón Magnússon Skaftfells, f. 10. febrúar 1900, d. 8. október 1976.
2. Marteinn Jón Magnússon Skaftfells kaupmaður, kennari, f. 14. ágúst 1903, d. 20. febrúar 1985.

Óskar lærði málaraiðn í The Edinburgh College of Arts í Skotlandi, lauk prófi 1930.
Óskar var með foreldrum sínum á Feðgum til 1904, hjá þeim í Langholti í Meðallandi 1904-1905, á Feðgum þar 1905-1906, í Sandaseli þar 1906-1908, í Reykjavík 1908-1909, á Hvaleyri við Hafnarfjörð 1909-1910, í Gíslakoti á Álftanesi 1910.
Hann kom til Eyja 1919, var sjómaður þar, bjó hjá foreldrum sínum í Háagarði 1920, kom til Rvk 1926. Að námi í Skotlandi loknu hóf hann sjálfstæðan rekstur, en varð að hætta vegna heilsubrests. Eftir það stundaði hann eingöngu verslun eftir 1940, tók við verslun föður síns, en sneri sér síðustu árin að innflutningsverslun.
Þau Oddný Jenný giftu sig 1926, eignuðust ekki börn.

I. Kona Óskars , (1926), var Oddný Jenný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1902 í Gesthúsum á Álftanesi, d. 8. ágúst 1964. Foreldrar hennar voru Ólafur Bjarnason útvegsbóndi, bóndi, f. 27. nóvember 1870, d. 24. júlí 1955, og Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, f. 2o. desember 1869, d. 25. desember 1910.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.