Axel Erlendur Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. október 2023 kl. 13:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. október 2023 kl. 13:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Axel Erlendur Sigurðsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Axel Erlendur Sigurðsson.

Axel Erlendur Sigurðsson sjúkraliði, slökkviliðsmaður, framkvæmdastjóri fæddist 23. október 1952 í Reykjavík og lést 18. ágúst 2016.
Foreldrar hans voru Sigurður Axelsson forstöðumaður Löggildingarstofu ríkisins, f. 29. júlí 1932, d. 29. október 2019, og Guðbjörg Erlendsdóttir, f. 3. júní 1933, d. 29. júní 1994. Fósturmóðir hans frá tveggja ára aldri var Hrafnhildur Kristinsdóttir frá Hjarðarholti, skrifstofumaður, f. 22. mars 1935.

Axel var með foreldrum sínum, síðan föður sínum og Hrafnhildi konu hans.
Hann lauk sjúkraliðaprófi á Borgarspítalanum í Reykjavík 1974, sótti sjúkraflutninganámskeið.
Hann var sjúkraliði í Arnarholti 1974-1976, í Slökkviliði Reykjavíkur 1976-1981, vann á Löggildingarstofu ríkisins 1981-1990, var sjúkraliði í Hraunbúðum í Eyjum 1990-1993 og á Borgarspítalanum 1993.
Axel rak eigið fyrirtæki, Voga- og mælitækni.
Síðast vann hann hjá Kynnisferðum.
Þau Katrín Ragnheiður giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Heiða Björg voru í sambúð um skeið.
Þau Laufey Margrét giftu sig, eignuðust eitt barn.

I. Kona Axels, (28. júlí 1973, skildu), er Katrín Ragnheiður Björnsdóttir sjúkraliði, f. 24. júlí 1949. Foreldrar hennar voru Björn Benediktsson frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði, bóndi, f. 27. apríl 1905, d. 5. maí 1964, og kona hans Anna María Sigurvinsdóttir frá Innri-Fagradal á Skarðsströnd, húsfreyja, f. 20. júní 1909, d. 29. nóvember 2001.
Börn þeirra:
1. Hrafnhildur María Axelsdóttir, f. 19. maí 1973. Maður hennar Vincent Ladger.
2. Sigurður Axel Axelsson, f. 10. október 1980. Kona hans Bryndís Gylfadóttir.
3. Björn Torfi Axelsson, f. 15. júlí 1983. Kona hans Hafdís Lárusdóttir.

II. Sambúðarkona Axels um skeið er Heiða Björg Scheving leikskólastjóri, f. 20. júní 1960.

III. Kona Axels, er Laufey Margrét Jóhannesdóttir sjúkraliði, f. 6. september 1957. Foreldrar hennar Jóhannes Guðmannsson frá Vatnsenda í V.-Hún, f. 28. janúar 1934, d. 23. september 2018, og fyrri kona hans Kristbjörg Inga Magnúsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1940, d. 4. október 2021.
Barn þeirra:
4. Linda Rún Axelsdóttir, f. 20. október 2000.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 26. ágúst 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.