Sigríður Kristjánsdóttir (Pétursey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. október 2023 kl. 17:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. október 2023 kl. 17:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Kristjánsdóttir (Pétursey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Kristjánsdóttir frá Norður-Hvoli í Mýrdal, húsfreyja í Sætúni við Bakkastíg 10 fæddist 13. maí 1884 á Norður-Hvoli og lést 16. febrúar 1941.
Foreldrar hennar voru Kristján Þorsteinsson bóndi, f. 20. júlí 1850 á Norður-Hvoli, d. þar 26. júní 1899, og kona hans Elín Jónsdóttir frá Eystri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 24. maí 1856, d. 24. maí 1907 á Norður-Hvoli.

Sigríður var með foreldrum sínum á Norður-Hvoli til 1907, hjá stjúpa sínum þar 1907-1922, bústýra frá 1909.
Hún var húsfreyja á Sætúni við Bakkastíg 10 1922-1925, í Pétursey í Mýrdal 1925 til æviloka 1941.
Þau Sigurjón giftu sig 1920, eignuðust þrjú börn.
Sigríður lést 1941 og Sigurjón 1986.

I. Maður Sigríðar, (18. júlí 1920), var Sigurjón Árnason frá Pétursey í Mýrdal, trésmiður, verkamaður, bóndi, f. 17. apríl 1891, d. 29. júlí 1986.
Börn þeirra:
1. Elín Sigurjónsdóttir húsfreyja , f. 12. janúar 1922, d. 26. ágúst 2008. Maður hennar Sigurbergur Magnússon.
2. Þórarinn Sigurjónsson bústjóri, alþingismaður, f. 26. júlí 1923 í Sætúni, d. 20. júlí 2012. Kona hans Ólöf Haraldsdóttir.
3. Árni Sigurjónsson bifreiðastjóri, f. 21. mars 1926, d. 22. ágúst 2016. Kona hans Ásta Hermannsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.