Elín Sigurjónsdóttir (Sætúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Elín Sigurjónsdóttir.

Elín Sigurjónsdóttir frá Sætúni við Bakkastíg 10, húsfreyja í Steinum u. Eyjafjöllum fæddist 12. janúar 1922 í Pétursey í Mýrdal og lést 26. ágúst 2008 á Ljósheimum á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Árnason frá Pétursey, trésmiður, verkamaður, bóndi, f. þar 17. apríl 1891, d. 29. júlí 1986, og fyrri kona hans Sigríður Kristjánsdóttir frá Norður-Hvoli í Mýrdal, húsfreyja, f. 13. maí 1884, d. 16. febrúar 1941.

Elín var með foreldrum sínum.
Hún nam í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1938-1939, í Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni 1947.
Elín flutti með foreldrum sínum til Eyja nýfædd 1922, bjó hjá þeim í Sætúni, tók við búsforráðum af móður sinni veikri 1939 og gegndi því starfi til 1941, er móðir hennar lést.
Þau Sigurbergur giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en 1956 tóku þau að sér barn frá Rauðsbakka og mörg börn voru þar í sveit.
Þau Sigurbergur ráku söluskála.
Þau fluttu á Selfoss 1993, bjuggu við Baugstjörn.
Sigurbergur lést 1998.
Elín dvaldi á Ljósheimum á Selfossi frá 2001.
Hún lést 2008.

I. Maður Elínar var Sigurbergur Magnússon frá Steinum u. Eyjafjöllum, bóndi, tamningamaður, umsjónarmaður sauðfjárveikivarna við Jökulsá á Sólheimasandi, sveitarstjórnarmaður, m.m., f. þar 13. ágúst 1916, d. 18. desember 1998 á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Foreldrar hans voru Magnús Tómasson bóndi, f. 1. janúar 1877, d. 22. september 1941, og kona hans Elín Bárðardóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 8. september 1882, d. 14. janúar 1949.
Nokurskonar fóstursonur þeirra frá 1956 var foreldralaus minnimáttar maður
Árni Sigurðsson frá Rauðsbakka u. Eyjafjöllum, f. 5. september 1927, d. 27. janúar 2003.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.