Steinunn Þorsteinsdóttir (Lundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2023 kl. 16:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2023 kl. 16:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Steinunn Þorsteinsdóttir (Lundi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ólöf Steinunn Þorsteinsdóttir.

Ólöf Steinunn Þorsteinsdóttir frá Mjóafirði eystra, húsfreyja fæddist 21. júní 1892 og lést 25. október 1969.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Ívarsson bóndi, sjómaður, f. 14. mars 1870, drukknaði 27. nóvember 1917, og barnsmóðir hans Sigurveig Vigfúsdóttir, f. 31. ágúst 1858, d. 5. október 1945.

Steinunn var tökubarn í Fagradal í Hofssókn, N.-Múl. 1901.
Hún kom til Mjóafjarðar 1905 og var hjá föður sínum og stjúpu í eitt ár, fór að Borgareyri 14 ára og ílentist þar.
Þau Sveinn giftu sig 1912, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu með foreldrum Sveins fyrstu átta árin og tóku við búi að fullu 1920.
Þau fluttu til Eyja 1956, bjuggu á Lundi við Vesturveg 12.
Sveinn lést 1962 og Steinunn 1969.

Börn þeirra:
1. Svava Sveinsdóttir, f. 5. júní 1912, d. 24. júlí 1912.
2. Margrét Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1914, d. 18. september 2011. Maður hennar Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson.
3. Unnur Sveinsdóttir húsfreyja, f. 5. nóvember 1915, d. 25. nóvember 2018. Maður hennar Guðjón Björnsson frá Seyðisfirði.
4. Benedikt Sveinsson skipasmiður og skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 23. mars 1926. Kona hans Þórdís Kristinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.