Þórstína Vilhjálmsdóttir (Holti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2023 kl. 10:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2023 kl. 10:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þórstína Vilhjálmsdóttir (Holti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórstína Vilhjálmsdóttir frá Þuríðarstöðum í Fljótsdal, N.-Múl., bústýra fæddist 1. desember 1883 og lést 19. febrúar 1925.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Einarsson bóndi, f. 1. janúar 1842, d. 26. október 1906, og fyrri kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1856, d. 29. júlí 1886.

Bróðir Þórstínu var Einar Vilhjálmsson smiður á Eystri-Oddsstöðum.

Þórstína var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Þórstína var á þriðja ári sínu. Hún var með föður sínum og Þórhildi stjúpmóður sinni.
Hún varð bústýra hjá Vigfúsi Jónssyni í Holti, eftir að hann missti fyrri konu sína.
Þórstína lést 1925 í Holti.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.