Gestur Guðjónsson (Fagurhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. september 2023 kl. 13:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. september 2023 kl. 13:38 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gestur Guðjónsson.

Gestur Guðjónsson frá Bæ í Lóni, A-Skaft., sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður fæddist 26. febrúar 1916 og lést 1. nóvember 2010.
Foreldrar hans voru Guðjón Bjarnason bóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 24. október 1875 á Stafafelli í Lóni, d. 25. nóvember 1938, og kona hans Guðný Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1875, síðast í Langagerði 30 í Reykjavík, d. 1. apríl 1966.

Börn Guðnýjar og Guðjóns:
1. Ásmundur Guðjónsson forstjóri, f. 31. desember 1903, d. 12. júní 1964. Kona hans Anna Friðbjarnardóttir.
2. Bjarni Guðjónsson á Hofi, myndlistamaður, kennari, f. 27. maí 1906, d. 11. október 1986. Kona hans Sigríður Þorláksdóttir.
3. Hjalti Guðjónsson, f. 21. maí 1908, d. 24. nóvember 1917.
4. Ólöf Hulda Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Hraunvangi 7 í Hafnarfirði, f. 19. apríl 1913, d. 13. apríl 2008. Fyrri maður hennar Sigfús Sigfússon. Síðari maður Sæmundur Þórarinsson.
5. Gestur Guðjónsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður f. 26. febrúar 1916, d. 1. nóvember 2010.
6. Hjördís Þorbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1921, d. 26. september 2000. Fyrri maður Sigurbjörn Eiríksson. Síðari maður Sverrir Einar Egilsson.

Gestur var með foreldrum sínum í æsku, en stundaði sjóróðra frá Hvalnesi í Lóni frá 12 ára aldri.
Hann fluttist til Norðfjarðar og reri þaðan nokkrar vertíðir.
Gestur fluttist til Eyja, en foreldrar hans höfðu flutt þangað 1934. Hann reri þar, m.a. með Binna í Gröf á Gulltoppi. Eftir flutning úr bænum varð hann vélstjóri og útgerðarmaður að hluta á Ásbjörgu RE-55.
Síðar varð hann starfsmaður Olís við Álfabakka í Reykjavík.
Þau Guðný Svava giftu sig 1939, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu í Fagurhól. Guðný Svava lést 1941.
Þau Svava Sigurrós giftu sig 1946, eignuðust fimm börn og ólu upp fósturbarn.
Svava Sigurrós lést 2008.
Gestur dvaldi að síðustu á Hrafnistu. Hann lést 2010.

Gestur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (4. nóvember 1939), var Guðný Svava Markúsdóttir frá Fagurhól, húsfreyja, f. 14. september 1914, d. 9. febrúar 1941.
Þau voru barnlaus.

II. Síðari kona, (5. september 1946), var Svava Sigurrós Hannesdóttir frá Hannesarbæ í Keflavík, húsfreyja, f. 29. ágúst 1914, d. 17. janúar 2008. Foreldrar hennar voru Hannes Einarsson frá Úlfsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, verkamaður, f. 7. febrúar 1878, d. 13. júlí 1947, og kona hans Arnbjörg Sigurðardóttir frá Bergþórsbúð á Arnarstapa á Snæfellsnesi, húsfreyja, f. 29. september 1887, d. 21. maí 1981.
Börn þeirra:
1. Svava Gestsdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1946. Maður hennar Ægir Jónsson.
2. Guðjón Gestsson, f. 4. júlí 1947. Kona hans Marta Kristjánsdóttir.
3. Arnar Gestsson, f. 7. janúar 1954. Kona hans Anna Ólafsdóttir.
4. Sonja Gestsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1950. Maður hennar Haraldur Björgvinsson.
5. Gestur Gestsson, f. 20. september 1958. Kona hans Berglind Steingrímsdóttir.
Fósturdóttir þeirra:
6. Hulda Guðný Valsdóttir, f. 2. desember 1968. Maður hennar Jón Helgason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.