Áslaug Guðbrandsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2023 kl. 17:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2023 kl. 17:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Áslaug Guðbrandsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Áslaug Guðbrandsdóttir húsfreyja fæddist 3. júní 1934 á Kambsnesi í Laxárdal í Dölum.
Foreldrar hennar voru Guðbrandur Gíslason bóndi á Dröngum á Skógarströnd, Dal. og á Kambsnesi í Laxárdal, Dal., síðar í Reykjavík, f. 28. janúar 1892, d. 31. október 1975, og kona hans Friðbjörg Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1898, d. 11. október 1992.

Áslaug vann við afgreiðslu í skartgripaverslun.
Þau Örn giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Hilmisgötu 13, við Túngötu 5 og Illugagötu.

I. Maður Áslaugar, (25. desember 1958), er Örn Bjarnason frá Ísafirði, læknir, f. 20. júní 1934.
Börn þeirra:
1. Edda Björk Arnardóttir, B.Ed., kennari, mannauðsstjóri, f. 3. ágúst 1958. Maður hennar Guðmundur Jóhann Olgeirsson.
2. Herdís Birna Arnardóttir, B.A.-próf í ensku, féttamaður, f. 15. apríl 1963, d. 3. mars 1997. Barnsfaðir hennar Magnús Guðmundsson.
3. Guðbrandur Örn Arnarson markaðsstjóri, f. 14. janúar 1968. Kona hans Björk Gísladóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.